Ný saga - 01.01.1988, Page 117
ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ OG ÍSLAND
verðum deilum í sendinefnd
Islands hjá Sameinuðu þjóð-
unum en í henni sátu, auk
fastafulltrúa, fulltrúar ís-
lenskra stjórnmálaflokka. I
stjórnarandstöðu voru Fram-
sóknarflokkur og Alþýðu-
bandalag og fulltrúar þessara
flokka í sendinefndinni létu
iðulega í ljós óánægju sína
með þá stefnu sem nefndinni
var gert að fylgja í Kínamál-
inu. Stjórnarandstöðuflokk-
arnir vildu að stefnu íslands
yrði breytt, töldu að íslend-
ingum bæri að fylgja öðrum
Norðurlandaþjóðum og
styðja aðild Rauða-Kína að
Sameinuðu þjóðunum.19
I lok sjöunda áratugar tók
að gæta breytingar á afstöðu
ýmissa vestrænna ríkja til
Kínamálsins. Má nefna sem
dæmi að árið 1970 studdu
nokkur ríki, þar á meðal Kan-
ada og Ítalía, í fyrsta sinn til-
lögu, er gerði ráð fyrir aðild
kínverska Alþýðulýðveldis-
íns að Sameinuðu þjóðunum
og brottrekstri Formósu úr
samtökunum. ísland var þá
enn í hópi þeirra ríkja sem
andvíg voru slíkri tillögu.20
Verkamenn í skrúdgöngu 1. maí í Peking. Myndin er frá sjötta
áratugnum er kínverska Alþýðulýdveldinu var enn meinuð aðild að
Sameinuðu þjóðunum.
UMSKIPTIN 1971
A sjöunda áratugnum
deildi stjórnarandstaðan á ís-
landi oft á ríkisstjórnina fyrir
afstöðu hennar í Kínamálinu.
Það lét því að líkum að ný
stefna væri mörkuð í þessu
máli eftir alþingiskosningarn-
ar 1971 er Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur mynd-
uðu ríkisstjórn ásamt Sam-
tökum frjálslyndra og vinstri
manna. Við stjórnarskiptin
varð að ýmsu leyti breyting á
yfirlýstri stefnu íslands í ut-
anríkismálum og áhersla lögð
á að stefnan yrði „sjálfstæðari
og einbeittari en hún hefur
verið um skeið.“ Frá upphafi
var til dæmis ljóst að vinstri
stjórnin hygðist breyta af-
stöðu íslands í Kínamálinu á
vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna. I málefnasamningi
stjórnarinnar sagði meðal
annars: „Ríkisstjórnin beitir
sér fyrir jöfnum rétti allra
þjóða og mun því greiða at-
kvæði með því að stjórn Kín-
verska Alþýðulýðveldisins fái
sæti Kína hjá Sameinuðu
þjóðunum.“21
Aður en Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna kom
saman um haustið 1971 fjallaði
ríkisstjórnin nánar um afstöð-
una í Kínamálinu. A fundi
stjórnarinnar 14. september
var áréttuð sú stefna sem
mörkuð hafði verið í stjórnar-
sáttmálanum, að ísland
greiddi atkvæði með því að
kínverska Alþýðulýðveldið
fengi sæti Kína hjá Sameinuðu
þjóðunum.22 Með þessa
stefnu í veganesti hélt Einar
Ágústsson utanríkisráðherra
síðan til New York, sem for-
maður íslensku sendinefndar-
innar á Allsherjarþinginu það
ár. í ræðu, sem Einar flutti á
þinginu síðla septembermán-
aðar, drap hann meðal annars
íslenska ríkisstjórnin
var þeirrar skoðunar
að eina réttláta og
raunhæfa lausnin
fæli I sér að bæði
kínversku ríkin fengju
aðild að Sameinuðu
þjóðunum.
Stjórnarandstöðu-
flokkarnir vildu að
stefnu Islands yrði
breytt...
115