Ný saga - 01.01.1988, Síða 117

Ný saga - 01.01.1988, Síða 117
ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ OG ÍSLAND verðum deilum í sendinefnd Islands hjá Sameinuðu þjóð- unum en í henni sátu, auk fastafulltrúa, fulltrúar ís- lenskra stjórnmálaflokka. I stjórnarandstöðu voru Fram- sóknarflokkur og Alþýðu- bandalag og fulltrúar þessara flokka í sendinefndinni létu iðulega í ljós óánægju sína með þá stefnu sem nefndinni var gert að fylgja í Kínamál- inu. Stjórnarandstöðuflokk- arnir vildu að stefnu íslands yrði breytt, töldu að íslend- ingum bæri að fylgja öðrum Norðurlandaþjóðum og styðja aðild Rauða-Kína að Sameinuðu þjóðunum.19 I lok sjöunda áratugar tók að gæta breytingar á afstöðu ýmissa vestrænna ríkja til Kínamálsins. Má nefna sem dæmi að árið 1970 studdu nokkur ríki, þar á meðal Kan- ada og Ítalía, í fyrsta sinn til- lögu, er gerði ráð fyrir aðild kínverska Alþýðulýðveldis- íns að Sameinuðu þjóðunum og brottrekstri Formósu úr samtökunum. ísland var þá enn í hópi þeirra ríkja sem andvíg voru slíkri tillögu.20 Verkamenn í skrúdgöngu 1. maí í Peking. Myndin er frá sjötta áratugnum er kínverska Alþýðulýdveldinu var enn meinuð aðild að Sameinuðu þjóðunum. UMSKIPTIN 1971 A sjöunda áratugnum deildi stjórnarandstaðan á ís- landi oft á ríkisstjórnina fyrir afstöðu hennar í Kínamálinu. Það lét því að líkum að ný stefna væri mörkuð í þessu máli eftir alþingiskosningarn- ar 1971 er Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur mynd- uðu ríkisstjórn ásamt Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna. Við stjórnarskiptin varð að ýmsu leyti breyting á yfirlýstri stefnu íslands í ut- anríkismálum og áhersla lögð á að stefnan yrði „sjálfstæðari og einbeittari en hún hefur verið um skeið.“ Frá upphafi var til dæmis ljóst að vinstri stjórnin hygðist breyta af- stöðu íslands í Kínamálinu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. I málefnasamningi stjórnarinnar sagði meðal annars: „Ríkisstjórnin beitir sér fyrir jöfnum rétti allra þjóða og mun því greiða at- kvæði með því að stjórn Kín- verska Alþýðulýðveldisins fái sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum.“21 Aður en Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman um haustið 1971 fjallaði ríkisstjórnin nánar um afstöð- una í Kínamálinu. A fundi stjórnarinnar 14. september var áréttuð sú stefna sem mörkuð hafði verið í stjórnar- sáttmálanum, að ísland greiddi atkvæði með því að kínverska Alþýðulýðveldið fengi sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum.22 Með þessa stefnu í veganesti hélt Einar Ágústsson utanríkisráðherra síðan til New York, sem for- maður íslensku sendinefndar- innar á Allsherjarþinginu það ár. í ræðu, sem Einar flutti á þinginu síðla septembermán- aðar, drap hann meðal annars íslenska ríkisstjórnin var þeirrar skoðunar að eina réttláta og raunhæfa lausnin fæli I sér að bæði kínversku ríkin fengju aðild að Sameinuðu þjóðunum. Stjórnarandstöðu- flokkarnir vildu að stefnu Islands yrði breytt... 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.