Ný saga - 01.01.1988, Síða 119
ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ OG ÍSLAND
fyrir. Um það væri að tefla að
Formósustjórn gerði kröfu til
að vera fulltrúi Kína hjá sam-
tökunum. Benti Einar á að
þessi afstaða Formósustjórnar
hefði hindrað aðild um það bil
fimmtungs alls mannkyns að
þessari alþjóðastofnun. Var
þannig ljóst að ríkisstjórnin
leit svo á að kjarni þessa máls
væri spurningin um það hver
ætti að fara með umboð Kína
hjá Sameinuðu þjóðunum,
Alþýðulýðveldið eða For-
mósa. Magnús Kjartansson,
heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, var að minnsta kosti
ekki í vafa um deiluefnið:
Málið er ákaflega einfalt.
Það er svona einfalt: Kína
er aðili að Sameinuðu
þjóðunum og hver á að fara
með aðildina? Bandaríkin
hafa af pólitískum ástæð-
um staðið gegn því, að
ráðamejm í Kína fengju að-
ild að Sameinuðu þjóð-
unum og þcir hafa notið í
því aðstoðar manna, sem
ekki hafa haft manndóm til
að standa uppi í hárinu á
þeim, eins og fyrrv. rík-
isstj. á íslandi. Þetta er sem
betur fer að breytast.25
Auðvitað var þess ekki að
vænta að vinstri stjórnin léti á
sig fá gagnrýni stjórnarand-
stöðunnar vegna þeirrar af-
stöðu sem mörkuð hafði verið
í Kínamálinu. Má það raunar
kallast kaldhæðni örlaganna
að sama dag og stjórnarand-
stæðingar stigu í ræðustól á
Alþingi vegna þessa máls hinn
19. október 1971, hlýddi annar
þingheimur, handan Atlants-
ála, á ræðu íslensks fulltrúa,
sem gerði grein fyrir afstöðu
íslands til aðildar Kína að
Sameinuðu þjóðunum. Það
var Hannes Kjartansson,
fastafulltrúi Islands hjá sam-
tökunum, sem flutti Allsherj-
arþinginu skilaboð stjórnar
sinnar og sagði þá meðal ann-
ars:
Það er stefna stjórnar
minnar, að allar þjóðir
heims skuli njóta sama
réttar og því styður hún
aðild Alþýðulýðveldisins
að Sameinuðu þjóðunum,
og að það taki sér á herðar
þær skyldur og hljóti þau
réttindi sem slíkri aðild
fylgja. Við styðjum allar
tillögur, sem miða að því
að þetta nái fram að ganga,
og við munum snúast gegn
öllum tilraunum til að
hindra fulla aðild Alþýðu-
lýðveldisins að samtökun-
um.26
Þannig hafði afstaða Islands
verið skýrð og þurfti því eng-
um að koma á óvart er Islend-
ingar greiddu réttri viku
seinna, hinn 26. október, at-
kvæði á Allsherjarþinginu
með tillögu, sem gerði ráð
fyrir aðild kínverska Alþýðu-
lýðveldisins að Sameinuðu
þjóðunum og brottrekstri
Formósustjórnar úr samtök-
unum.27 Með samþykkt þeirr-
ar tillögu var brotið blað í
sögu alþjóðasamskipta er fjöl-
mennasta ríki veraldar fékk
loks viðurkenningu sem full-
gildur aðili í samfélagi þjóð-
anna. Viðbrögð á Islandi við
þessum tímamótaviðburði
voru ekki öll á einn veg og
mörkuðust mjög af því hvar
menn stóðu í flokki. Eins og
vænta mátti var aðild Kína að
Sameinuðu þjóðunutn fagnað
í málgögnum vinstri stjórnar-
innar; Þjóðviljinn sagði til
dæmis í forystugrein að nú
væri loks unnt að tala um
Sameinuðu þjóðirnar sem
samtök alls mannkyns. Gerði
blaðið meðal annars að um-
talsefni þann álitshnekki sem
Bandaríkin hefðu orðið fyrir
vegna úrslitanna á Allsherjar-
þinginu; þau úrslit hefðu
verið tímabær þar sem stefna
Bandaríkjamanna í þessu máli
hefði fyrir löngu verið gengin
sér til húðar og með öllu frá-
leit: „Það sáu æ fleiri þótt
dyggustu taglhnýtingar
Fögnuður á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1971.
Felld hefur verið tillaga Bandaríkjamanna þess efnis að aðild
kínverska Alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum og
brottrekstur Formósu úr samtökunum teljist ekki samþykkt nema
tillaga um slíkt hljóti tvö af hverjum þremur atkvæðum. Með falli
bandarísku tillögunnar er gatan greidd fyrir aðild kínverska
Alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum og fögnuður margra
fulltrúa á Allsherjarþinginu er mikill.
„Málið er ákaflega
einfalt. Það er svona
einfalt: Kína er aðili
að Sameinuðu
þjóðunum og hver á
að fara með
aðildina?"
117