Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 119

Ný saga - 01.01.1988, Blaðsíða 119
ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ OG ÍSLAND fyrir. Um það væri að tefla að Formósustjórn gerði kröfu til að vera fulltrúi Kína hjá sam- tökunum. Benti Einar á að þessi afstaða Formósustjórnar hefði hindrað aðild um það bil fimmtungs alls mannkyns að þessari alþjóðastofnun. Var þannig ljóst að ríkisstjórnin leit svo á að kjarni þessa máls væri spurningin um það hver ætti að fara með umboð Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, Alþýðulýðveldið eða For- mósa. Magnús Kjartansson, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, var að minnsta kosti ekki í vafa um deiluefnið: Málið er ákaflega einfalt. Það er svona einfalt: Kína er aðili að Sameinuðu þjóðunum og hver á að fara með aðildina? Bandaríkin hafa af pólitískum ástæð- um staðið gegn því, að ráðamejm í Kína fengju að- ild að Sameinuðu þjóð- unum og þcir hafa notið í því aðstoðar manna, sem ekki hafa haft manndóm til að standa uppi í hárinu á þeim, eins og fyrrv. rík- isstj. á íslandi. Þetta er sem betur fer að breytast.25 Auðvitað var þess ekki að vænta að vinstri stjórnin léti á sig fá gagnrýni stjórnarand- stöðunnar vegna þeirrar af- stöðu sem mörkuð hafði verið í Kínamálinu. Má það raunar kallast kaldhæðni örlaganna að sama dag og stjórnarand- stæðingar stigu í ræðustól á Alþingi vegna þessa máls hinn 19. október 1971, hlýddi annar þingheimur, handan Atlants- ála, á ræðu íslensks fulltrúa, sem gerði grein fyrir afstöðu íslands til aðildar Kína að Sameinuðu þjóðunum. Það var Hannes Kjartansson, fastafulltrúi Islands hjá sam- tökunum, sem flutti Allsherj- arþinginu skilaboð stjórnar sinnar og sagði þá meðal ann- ars: Það er stefna stjórnar minnar, að allar þjóðir heims skuli njóta sama réttar og því styður hún aðild Alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum, og að það taki sér á herðar þær skyldur og hljóti þau réttindi sem slíkri aðild fylgja. Við styðjum allar tillögur, sem miða að því að þetta nái fram að ganga, og við munum snúast gegn öllum tilraunum til að hindra fulla aðild Alþýðu- lýðveldisins að samtökun- um.26 Þannig hafði afstaða Islands verið skýrð og þurfti því eng- um að koma á óvart er Islend- ingar greiddu réttri viku seinna, hinn 26. október, at- kvæði á Allsherjarþinginu með tillögu, sem gerði ráð fyrir aðild kínverska Alþýðu- lýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum og brottrekstri Formósustjórnar úr samtök- unum.27 Með samþykkt þeirr- ar tillögu var brotið blað í sögu alþjóðasamskipta er fjöl- mennasta ríki veraldar fékk loks viðurkenningu sem full- gildur aðili í samfélagi þjóð- anna. Viðbrögð á Islandi við þessum tímamótaviðburði voru ekki öll á einn veg og mörkuðust mjög af því hvar menn stóðu í flokki. Eins og vænta mátti var aðild Kína að Sameinuðu þjóðunutn fagnað í málgögnum vinstri stjórnar- innar; Þjóðviljinn sagði til dæmis í forystugrein að nú væri loks unnt að tala um Sameinuðu þjóðirnar sem samtök alls mannkyns. Gerði blaðið meðal annars að um- talsefni þann álitshnekki sem Bandaríkin hefðu orðið fyrir vegna úrslitanna á Allsherjar- þinginu; þau úrslit hefðu verið tímabær þar sem stefna Bandaríkjamanna í þessu máli hefði fyrir löngu verið gengin sér til húðar og með öllu frá- leit: „Það sáu æ fleiri þótt dyggustu taglhnýtingar Fögnuður á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 1971. Felld hefur verið tillaga Bandaríkjamanna þess efnis að aðild kínverska Alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum og brottrekstur Formósu úr samtökunum teljist ekki samþykkt nema tillaga um slíkt hljóti tvö af hverjum þremur atkvæðum. Með falli bandarísku tillögunnar er gatan greidd fyrir aðild kínverska Alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum og fögnuður margra fulltrúa á Allsherjarþinginu er mikill. „Málið er ákaflega einfalt. Það er svona einfalt: Kína er aðili að Sameinuðu þjóðunum og hver á að fara með aðildina?" 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.