Vaki - 01.09.1953, Side 12

Vaki - 01.09.1953, Side 12
hvergi skærar en í ljóði tveggja skálda þýzkra er guldu lífi sínu of mikillar nálægðar við guðina: Hölderlin og Rilkc. Friih muss weg durch wen der Geist gesprochen ... Krafa skáldskaparins sem hún verður ómótstæðileg í lífi þeirra og ávarpi þeirra til þín: Varpaðu frá þér aukaatriðum og þrasi dægranna. Slít þig úr verundargleymni þinni, fylg skilyrðalaust til hins verulega. Skýr stendur í verki þeirra hin stóra spurn um örlög mannsins á jörðunni, möguleika hans að lifa. Það ber ljós yfir stöðu mannsins. Rugla þá skáldskapur og heimspeki saman reitum sínum? Þegar gjalla við andmæli hvaðanæva: Þvílík ónákvæmni! Er ekki löggróin samþykkt að fílósófían sé starfsemi hugarins, tilraun rökbundinnar skynsemi að henda í hugtökum reiður á inntaki veraldar og flokka veruleikann í hreinleg og skynsamleg kerfi? Og skáldskapurinn (sem allir mega vita) fagurhuga tjáning einstaklings á til- finningum sínum handan allrar ábyrgðar? Er ekki tilgangurinn bezt stranglega aðgreindur: heimspekin fundvís á almenn lögmál er gildi um heiminn allan undandráttarlaust og beiti til þess tækjum hugtaka; skáldskapurinn á að láta sér nægja að beita sínum, — mynd og hrynjandi til þess að „túlka persónuleik- ann“. Og svo framvegis. En það eru allt aukaatriði. Eftirlegukindur liðinna hátta halda dauðahaldi í staðnaðan draug. Krafan um átak og eining, þytur hins örðuga morguns er martröð þeirra. Því kljúfa þeir í handhægar þverstæður allt sem er heilt og helga þær eilífum varanleik. Síðan geta þeir rólega límt nafnmiða á brotinn veru- leika sinn og stungið honum í skrifborðsskúffuna. Þeir eru búnir að drepa bæði heimspeki og skáldskap. Nú geta þeir gengið til svefns í samvizku sinni. Ef, eins og sagt er, spekingurinn og skáldið byggja aðgreindustu tinda, búa þeir samt í hvor annars nálægð: Sömu veður bylja á þeim og samur himinn ofar þeim báðum: Doch uns gébiihrt es, uvter Gottes Gewittern, Ihr Dichter! mit entblösstem Haupte zu stehen . . . sagði Hölderlin er elding guðsins blindaði á innra auga. En ef þeir fá aldrei fundið hvor annan, svalar þó báðum ein lind. Sameiginlegur er uppruni þeirra. * * * Mér þykja alltaf grunsamlegar viðteknar skilgreiningar, sem svo til árétt- ingar eru sagðar tilheyra almennri skynsemi og jafnvel skýrri hugsun. Venju- lega er það hlíf afturhaldi og leti. Orðið „almennur" er haft með til að skírskota betur til fólksins. Demokratisminn hefur löngum fundið alls kyns yfirborðs- mennsku og vúlgarisma hæga afsökun og réttlætingu: heilbrigð skynsemi: skjald- borg meðalmennskunnar. öldum saman hefur veruleikinn verið skilgreindur þverstæður og hugtökum verið att saman: skilningur mót tilfinningu, form mót innihaldi, ytra og innra, abstraktion og intúition. Raunar kemur klofningurinn í veg fyrir þann skilning sem máli skiptir: hann nær ekki fram til hlutanna. Fingurgómarnir renna af TlMARITIÐ VAKI 10

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.