Vaki - 01.09.1953, Síða 12

Vaki - 01.09.1953, Síða 12
hvergi skærar en í ljóði tveggja skálda þýzkra er guldu lífi sínu of mikillar nálægðar við guðina: Hölderlin og Rilkc. Friih muss weg durch wen der Geist gesprochen ... Krafa skáldskaparins sem hún verður ómótstæðileg í lífi þeirra og ávarpi þeirra til þín: Varpaðu frá þér aukaatriðum og þrasi dægranna. Slít þig úr verundargleymni þinni, fylg skilyrðalaust til hins verulega. Skýr stendur í verki þeirra hin stóra spurn um örlög mannsins á jörðunni, möguleika hans að lifa. Það ber ljós yfir stöðu mannsins. Rugla þá skáldskapur og heimspeki saman reitum sínum? Þegar gjalla við andmæli hvaðanæva: Þvílík ónákvæmni! Er ekki löggróin samþykkt að fílósófían sé starfsemi hugarins, tilraun rökbundinnar skynsemi að henda í hugtökum reiður á inntaki veraldar og flokka veruleikann í hreinleg og skynsamleg kerfi? Og skáldskapurinn (sem allir mega vita) fagurhuga tjáning einstaklings á til- finningum sínum handan allrar ábyrgðar? Er ekki tilgangurinn bezt stranglega aðgreindur: heimspekin fundvís á almenn lögmál er gildi um heiminn allan undandráttarlaust og beiti til þess tækjum hugtaka; skáldskapurinn á að láta sér nægja að beita sínum, — mynd og hrynjandi til þess að „túlka persónuleik- ann“. Og svo framvegis. En það eru allt aukaatriði. Eftirlegukindur liðinna hátta halda dauðahaldi í staðnaðan draug. Krafan um átak og eining, þytur hins örðuga morguns er martröð þeirra. Því kljúfa þeir í handhægar þverstæður allt sem er heilt og helga þær eilífum varanleik. Síðan geta þeir rólega límt nafnmiða á brotinn veru- leika sinn og stungið honum í skrifborðsskúffuna. Þeir eru búnir að drepa bæði heimspeki og skáldskap. Nú geta þeir gengið til svefns í samvizku sinni. Ef, eins og sagt er, spekingurinn og skáldið byggja aðgreindustu tinda, búa þeir samt í hvor annars nálægð: Sömu veður bylja á þeim og samur himinn ofar þeim báðum: Doch uns gébiihrt es, uvter Gottes Gewittern, Ihr Dichter! mit entblösstem Haupte zu stehen . . . sagði Hölderlin er elding guðsins blindaði á innra auga. En ef þeir fá aldrei fundið hvor annan, svalar þó báðum ein lind. Sameiginlegur er uppruni þeirra. * * * Mér þykja alltaf grunsamlegar viðteknar skilgreiningar, sem svo til árétt- ingar eru sagðar tilheyra almennri skynsemi og jafnvel skýrri hugsun. Venju- lega er það hlíf afturhaldi og leti. Orðið „almennur" er haft með til að skírskota betur til fólksins. Demokratisminn hefur löngum fundið alls kyns yfirborðs- mennsku og vúlgarisma hæga afsökun og réttlætingu: heilbrigð skynsemi: skjald- borg meðalmennskunnar. öldum saman hefur veruleikinn verið skilgreindur þverstæður og hugtökum verið att saman: skilningur mót tilfinningu, form mót innihaldi, ytra og innra, abstraktion og intúition. Raunar kemur klofningurinn í veg fyrir þann skilning sem máli skiptir: hann nær ekki fram til hlutanna. Fingurgómarnir renna af TlMARITIÐ VAKI 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.