Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 13

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 13
vei'uleikanum og grunnurinn fer forgörðum. Það er svo undarlegt með veruleik- ann, sem allir virðast geta stungið í vasa sinn sem snýtuklút. Hann er svo dulur og viðkvæmur að hann hverfur sjónum ef reynt er að þröngva honum til fylgis við skoðanir manna. Honum nægir að vera . . . Ef maður vill snerta veruleika hlutanna verður að byrja á því að brjóta girðingarnar í hjarta sér. En við óttumst eða vitum betur en hann og felum okkur að baki þægilegra, viðtekinna, handhægra gagnstæðisskilgreininga. Það er ekki veruleikinn sem við leysum upp í þætti heldur sjón olckar og tilfinning. Þannig komum við í veg fyrir að maður fái nokkru sinni skynjað tilveru sína heila. Aðgreiningin er sannarlega gömul og orðin okkur örlög. Við höfum lifað undir merki hennar um aldir, tilveran er mörkuð henni: súbjekt og objekt, ytri heimur og innri, líf og dauði, efni og andi, heimspeki og skáldskapur. Alls staðar höfum við lyft tvenndinni til vegs. En það er einhvers staðar feyra í forsendum skiptingarinnar. Eitt sinn fyrir löngu að vísu, í Hellas, stóð hugsun og reynsla í hlutlægu, í upprunalegu sambandi við hlutina. Heraklit, Anaximander, Par- menides. Þeir stóðu svo í nánd hlutanna og uppruna síns, að þeir komust hjá hrun- inu í kerfið. Líf þeirra var ekki klofið milli hugar og reyndar, guða og jarðar: Þeir voru og handan ailra andstæðna sáu þeir heildina. Þeir voru spekingar og skáld. Og þeir leituðust við að segja það sem þeir lifðu: Heild manns og hluta. En við fáumst við brot og höfum leyst bönd sameigindarinnar af hugsuninni. Þá stóð Rilke upp og gekk brott frá tvenndinni að leita einingarinnar aftur. Hann vissi að okkur myndi ekki fær leið Grikkja, sagan verður aldrei gerð aftur- reka. En þó hljótum við að eiga leið: Ekkert var sjálfsagt: hlutir og dýr áttu einnig vúund og eigið líf varhugavert, og nóttin og landið og vegurinn: ekkert var ódýrt. Vegurinn — leitin um ólcönmið lönd ókunnar nætur hluti og menn — endalaus leit að hætti að lifa óþrotleg bið og spurning. Og þó að við þylcjumst lifa sem jurt með jurt og segjum þverstæðum eytt lýsir ei dæm)i þitt lengra en við játum lengra en við þorum að játa?*) Þú verður ekki fyrir þeirri reynslu sem skapar líf þitt, grunnreynslu þinni, með heilanum. Hjartanu myndi Rilke segja, ekki sem aðsetri tilfinninganna að hætti lýrísku skáldanna; heldur líffæri tilverunnar yfirleitt. Þegar Pascal sagði *) Sigfús Daðason, Ljóð 1947—1951, Reykjavík 1951. TlMARlTIÐ VAKI 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.