Vaki - 01.09.1953, Page 17

Vaki - 01.09.1953, Page 17
Samtal við Svavar Guðnason Svavar! Þaö væri gaman að heyra eitthvað af fyrstu samskiptum þínum við Músu málarálist. Varstu þegar í ujrp- ha.fi kallaður, eða varð eitt sérstakt ytra (ef til vill innra) atvilc, sem réð því, að þú verður málari? Köllunin! — Komast listamenn enn þá í tæri við hana? Ég hugsaði, að hún væri alveg úr sögunni nema í biblíusög- um Sigurðar heitins Jónssonar skóla- stjóra og enginn væri útvalinn nema karlinn á kassanum, og að vorir síðustu og verstu tímar í myndlist væru allir upp á lærdóm, logik og reglustiku. Ég verð víst að viðurkenna, að ég hef aldrei skilið eða unnið trúnað þessa orðs eða hugtaks og sama er að segja um lista- gyðjuna, Músuna, sem þú ert þarna með. Mér finnst, að þeir, sem mála í sléttum og hreinum flötum (nokkurs konar staf- rófskversstíl) eigi ekki, þegar þeir eru að tala um myndlist, að nota orð eða hugtök, sem eru orðin einhver guðfræði- leg afdönkuð froða. Já; þú fyrirgefur. Þú átt við, hvort ég muni hafa haft málarahæfileika alla leið og tíð frá fæð- ingu. Ég hugsa, að ég hafi snemma haft tilfinningu fyrir litum, en hversu mikla, kann ég ekki að mæla eða dæma. Ég á við, að ég hef ekki hugmynd um, hvort það kunni að hafa verið meira eða minna heldur en almennt gerist, eða t. d. hjá öðrum málurum. Ekki treysti ég mér heldur til að segja, hvort maður þroskar þessa undirstöðuhæfileika með árunum. Það er ýmislegt, sem bendir til að svo sé ekki, en að þroski sé meira fólginn Svavar Guðnason. í skipulagningu eða stjórn og valdi yfir viðfangsefninu og sjálfum sér. Mín kenning er, að flestir hafi í sér nægilega undirstöðugáfu — tilfinningu fyrir formi og litum — aðeins nokkrir sárafáir eru skroppnir þessu skyni og um leið ást og virðingu fyrir listum og andlegheitum. Ef allir færu að mála, yrðu þó flestir lélegir málarar af því að þá skorti, ég held mest, þrek og sið- gæði gagnvart listinni. Það fyrsta, sem ég man eftir að hafa TlMARITIÐ VAKI 15

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.