Vaki - 01.09.1953, Side 19

Vaki - 01.09.1953, Side 19
módeli. Þessi hálf-kúbiski stíll var þá og er ennþá stíll hinnar opinberu listar þar í landi, og þannig máluðu þeir sjálf- ir og kenndu, prófessorarnir við skól- ann. Ekki skildi ég þá — og skil ekki enn — gildi þessarar einhliða tamning- ar á ungum málurum, sem ætla sér að verða skapandi listamenn af heilum hug. Þar var hvorki kennd listsaga eða stíl- saga né heldur t. d. neitt um kontrast- form eða liti. Það er ekki mín kenning, að þetta geri málara öðru fremur — ætla að vísu að ekki saki að vita, og kleift að kenna á opinberum skólum — en yrði án efa gagnlegast snapað meðal félaga og vina eins og allt í þessu fagi. Einstöku sinnum bar við, að nemendur virtust ætla að leyfa sér að fara eigin götur. Þannig var einn byrjaður að leggja efnið niður fyrir sér að fornum hætti natúralista. Einnig lét öðrum aug- sýnilega vel að mála allt rautt, sem hönd á festi, og hinn þriðji átti ekki til í sér nokkurn ófalskan tón, þegar hann var með sjálfum sér, m. ö. o. honum var eðli- legt að vera falskur. Þessar tilraunir til að fara eigin götur brutu í bága við tamningarkerfið — voru kyrktar í fæð- ingunni, — og urðu engir lærdómar af þessu dregnir, hvorki fyrir okkur né þá sjálfa. 1 listum á allt að vera leyfilegt, bara það sé gert í alvöru og einlægni. Ungum manni, sem er að leggja á listabraut 'svo nefnda (og enda öllum listamönnum) má líkja við þann, er fer óbyggðir, þar sem allt eru vegir en þó enginn vegur — samt aðeins ein leið — hans leið. Slíkum verður líklega trauðla hjálpað að mála þessa einu og sönnu heimsmynd sína. Ég efast um, að sá væri nokkru að bættari, þótt kynni að mála hálfkúbistískan kvenmannsbóg, og á ég þar við hina illræmdu módel- pornografíu listháskólanna. Ef ég ætti að bæta hér nokkru við, þá væri það, að skólarnir gæfu meiri gaum manngerð og sérkennum, en fyrst og fremst, að listaháskólarnir væru afhentir nemend- unum sjálfum til frjálsra afnota með eða án fyrirmynda og húsgagna, en einkum þó án þeirrar sálarmublu, er nefnist prófessor. Hvaba málarar eða aörir listamenn höfðu þýðingu fyrir þig að loknu. námi í leit að persónulegum og seinna öhlut- stæðum tjáningarmáta? Það eru margir, er hafa haft þýð- ingu fyrir mig, heilir flokkar manna, luibistar, abstraktmálarar, nonfigura- tivir og naivistar, og ég veit varla hvað og hvað. Þeir eru nú gleymdir og við eins og skildir að skiptum og sjáumst vonandi aldrei framar. Líklega óska ég þessa af því, að ég er búinn að reyta af þeim allt, sem reytt verður, nema ef væri, að mér þætti sú skömmin meiri, að viðurkenna að aðrir hafi fundið handa mér og afhent mér í hendur mína eigin persónulegu tjáningaraðferð. Það er eins og öfugmæli, að tala um að finna sjáifan sig, en að láta aðra hafa fyrir því — samt er það því sem næst svo. Ungir málarar eiga auðvitað að læra af öðrum málurum — jafnvel nota þá eins og út- sæðiskartöflur, en muna bara, þegar þeir fara sjálfir að taka upp, að láta „móð- una“ liggja. Hefurðu handbæra einhverja sh'il- greiningu á óhlutstæðri (abstrakt) list, sem upplýst gæti menn um þá mjög svo umdeildu stefnu og þá kennske varpað Ijósi á m'iismuninn á milli hennar og hinn- ar hlutstæðu? Mér skilst, að þú sért fyrsti íslenzki abstralctmálarinn og ætt- ir því að geta séð ýmislegt betur en við hinir, sem, yngri erum. Það hefur aldrei verið til nema ein TfMARITIÐ VAKI 17

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.