Vaki - 01.09.1953, Page 22

Vaki - 01.09.1953, Page 22
Komposisjón í eigu málarans allfáa, hér á lanái og víðar ? Álítur þú, að málari eigi að gefa þessu alvarlega gaum við vinnu sína, eða ert þú þeirrar skoðunar, að nóg sé að hugsa einungis um gæði og láta hitt lcoma eins og af sjálfu sér? Það er helzti hlífðarlaust sett upp hjá þér, að ég hafi gagnrýnt „alþjóðlegan skóla og hið algilda mál hans“. 1 deilu okkar Thors Vilhjálmsson- ar í „Lífi og list“ benti ég á, að vegna yfirtaksmikilla valda listkaup- mennskunnar í París þætti mér listin ískyggilega dregin inn í hagkerfi kapí- talista og listamenn þar með sviptir for- göngu og frjálsræði í eigin málefnum. Mér virðist það blátt áfram neikvætt að knékrjúpa París eins og sumir gera, eitthvert ástæðulaust vonleysi og vanmat á sjálfum sér. Hefur París einhverri dýpri mannlegri reynslu að miðla mann- kyninu í list en t. d. Berlín eða bara ein- hver annar staður á hnettinum? — Ég segi nei. List hefur lengi og mikið verið iðkuð í París og staðið þar löngum með miklum blóma; það er allt og sumt; en framtíðina eigum við allir jafnt. List framtíðarinnar verður sköpuð af þeirri þjóð eða þeim einstaklingum, sem hafa lifað eitthvað merkilegt — eru og geta eitthvað betur og merkilegar en aðrir. Um þjóðlega list dettur mér ekkert sérstakt í hug annað en það, sem danski málarinn Giersing sagði eitt sinn, og TlMARITIÐ VAKI 20

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.