Vaki - 01.09.1953, Síða 46

Vaki - 01.09.1953, Síða 46
Leitarstefið í fornnorrænum sögnum ALEXANDER M. CAIN Perceval le Gallois, eða Parsival velski, hið mikla ljóð Chrétiens af Troyes (1), var fyrsta kvæðið í kviðu- bálki þeim sem kenndur er við gralinn helga til að heyja sér rúm í hugum vesturlandamanna. Uppistaða þess varð þegar vinsælast yrkisefni í veraldlegum bókmenntum vesturlanda. Vegur þess hélzt óskertur um miðaldir allar og það komst raunar til vegs á nýjan leik á nítjándu öldinni, varð uppistaða og efni í kvæðum eftir Tennyson og Morris og óperu Wagners. Samtímaskáldið T. S. Eliot hefur og háð sér þar efni. En er aldirnar liðu breyttist og skiln- ingur manna á efninu að verulegu leyti. Skáld Viktoríutímabilsins tóku það í þjónustu siðgæðishugmynda sinna á sama hátt og franskur miðaldamað- ur, hinn nafnlausi höfundur kvæðis- ins ,,la Quéte du Graal“ —gral-leitin—, hafði snúið því til dæmisögu um náðina í samræmi við kristnar kenningar (2). Margar undanfarnar aldir hefur gral- bálkuiúnn hlotið eindregna, kristna, mystíska skýringu: „gralinn", þ. e. hlutir þeir er gral-hetjan leitar, varð bikarinn sem Kristur notaði við síðustu kvöldmáltíð sína og spjótið sem var lagt í síðu honum festum á krossinn. Upphaflega var samt aðaluppistaða sögunnar önnur en kristnin: M. Faral hefur sýnt fram á í nýlegri grein (3) að mörg atriði sögunnar, jafnvel í þeirri mynd sem Chrétien gaf henni, bendi til þess að hlutirnir sem gral-leitin bein- ist að og helgisiðirnir í sambandi við þá, eigi sér uppruna eldri en kristni. Mönnum hafði að vísu löngu leikið grunur á að gral-bálkurinn ætti sér rætur í fortíð eldri en kristni og mið- aldir, raunar margir fræðimenn fært sönnur á það. Fræðimenn slíkir sem Jessie Weston í Englandi (4), Roger Loomis í Bandaríkjunum (5) og Jean Marx í Frakklandi (6) höfðu allir tekið af skarið um að uppruna gralsins bæri að leita í gömlum heimildum írskum. Þeim bar saman um að leitin missti allt gildi og þýðingu, nema að hún væri sett í sitt forna samhengi, trúarbrögð kelt- nesku þjóðanna. Rannsóknarsviðið stækkaði því að töluverðu ráði. Ur því að hægt reyndist að finna tengsl með kviðunum frönsku og trúarbrögðum keltnesku þjóðanna, var þá ekki von til þess að takast mætti að finna hliðstæður með öðrum trúar- brögðum vestur- og austurlanda? Miss Weston áleit að sögurnar ættu rót sína að rekja til inntökusiða og þrauta (initi- ation rites) launhelgatrúarbragða Litlu- Asíu. Mr. Loomis hirðir minna um forn- keltneska þætti sagnanna heldur en írsk- ar hliðstæður þeirra, en athugasemdir þær sem hann gerir öðru hverju við heimildirnar, benda til þess að einnig hann hallist að kenningu um Miðjarðar- hafsuppruna sagnanna. Bók M. Marx, síðasta bókin sem TlMARITIÐ VAKI 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.