Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 47

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 47
komið 'hefur út um þetta efni, gerir ráð fyrir indó-evrópskum uppruna goðsögu- legum. Aftur á móti eru allir fræði- menn sammála um það að keltnesk lönd eru ekki fæðingarland gral-bálksins, heldur sé hann þáttur í erfð sem Keltar hlutu sjálfir eða fluttu með sér frá öðr- um þjóðum. Við rannsóknir mínar á Beowulfs- kvæðinu fornenska tók ég iðulega eftir nánum skyldleika með uppistöðu kvæðis- ins og gral-bálkinum. Og það var ekki allsjaldan að ég skráði hjá mér hlið- stæður sem ég fann með þessum bálki og ýmsum goða- og helgisögnum Eddu- kvæðanna, Islendingasagnanna og loks Danasögu Saxós. Það er ætlun mín að verja þessari grein til að sýna þennan skyldleika, þessar hliðstæður og um leið hversu nota má norrænar heimildir til þess að vinna að kenningu um uppruna gral-stefsins. Orðið „gral“ (grail, graal) er senni- lega leitt af lat. cratalis: grunn skál. Misskilningur fræðimanna á þessu at- riði hefur valdið miklum ruglingi. Efni kviðunnar frönsku er í stuttu máli eftir- farandi: Hetjan unga Perceval hefur verið alinn upp af ekkjunni móður sinni án þess að kunna hið minnsta til vopna- burðar; hann er af háum stigum og ná- kominn Artliúr konungi. Hann er ein- feldningur alla rás sögunnar og það er ástæðan til þess að hann verður sigur- sæll. Hann heldur til hirðarinnar gegn vilja móður sinnar til þess að láta slá sig til riddara og lýsa frændsemi við Arthúr konung. Konungur tekur honum vel, en á sömu stund lýsir dularfull rödd því að land hins ríka fiski-konungs hafi fallið í auðn og verði ekki borgið nema af bezta riddara heims. Þetta er sam- kvæmt franskri hefð bölvun sem hefur lostið landið vegna þess að Perceval hefur sezt á „le siége périlleux“; reynd- ar hefur konungsríki fiski-konungsins lengi verið Auða landið. Hin hrópandi rödd var rödd jarðarinnar er talaði gegnum ,,le siége“, örlagastein írsku, skozku og ensku krýningarhefðarinnar, og birti að Perceval var riddarinn er bjarga skyldi Auða landinu. Perceval og riddarar hans leggja af stað, og koma um síðir að fljóti nokkru þar sem maður er að veiðum á báti. Sá vísar honum leið til gral-hallarinnar. Þetta er fiski-konungurinn, enda þótt hetjan þekki hann ekki. Perceval er vel tekið við hirðina, en þar ræður örvænt- ing ríkjum; konungurinn hefur hlotið hættulegt sár í lærið — með því er raunar átt við kynferðilegt vanmætti. Og faðir hans er fjörgamall maður sem heldur lífi á dularfullan hátt með því að matast úr gralnum. Hetjunni er búin stórfengleg veizla. Síðan fara fram und- arlegir siðir: Gralinn er borinn þvert um salinn í meyjarhöndum, en á undan meynni fer þjónn með spjót það sem er eilíflega vott af dreyra. Perceval þegir, furðu lostinn. Og næsta dag sér hann ekki nokkurn mann í höllinni og verður að ríða á braut fylgdarlaus. Þegar hann er kominn út fyrir höllina verður á vegi hans kerling forljót er ásakar hann fyrir að spyrja ekki hinna nauðsynlegu spurninga um gralinn. Hugsunarleysi hans hefur valdið því að þjáningar Auða landsins hafa vaxið. Hann verður því að taka upp að nýju leitina að gralnum. Hetjan ratar í ýmsar mannraunir er ekki koma höfuðefninu við og snýr að lokum aftur til gral-hallarinnar. Helgi- siðirnir eru endurteknir og Perceval spyr nú réttrar spurningar: „Hverjum þjónar gralinn?“ landið verður frjósamt TlMARITIÐ VAKI 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.