Vaki - 01.09.1953, Page 47

Vaki - 01.09.1953, Page 47
komið 'hefur út um þetta efni, gerir ráð fyrir indó-evrópskum uppruna goðsögu- legum. Aftur á móti eru allir fræði- menn sammála um það að keltnesk lönd eru ekki fæðingarland gral-bálksins, heldur sé hann þáttur í erfð sem Keltar hlutu sjálfir eða fluttu með sér frá öðr- um þjóðum. Við rannsóknir mínar á Beowulfs- kvæðinu fornenska tók ég iðulega eftir nánum skyldleika með uppistöðu kvæðis- ins og gral-bálkinum. Og það var ekki allsjaldan að ég skráði hjá mér hlið- stæður sem ég fann með þessum bálki og ýmsum goða- og helgisögnum Eddu- kvæðanna, Islendingasagnanna og loks Danasögu Saxós. Það er ætlun mín að verja þessari grein til að sýna þennan skyldleika, þessar hliðstæður og um leið hversu nota má norrænar heimildir til þess að vinna að kenningu um uppruna gral-stefsins. Orðið „gral“ (grail, graal) er senni- lega leitt af lat. cratalis: grunn skál. Misskilningur fræðimanna á þessu at- riði hefur valdið miklum ruglingi. Efni kviðunnar frönsku er í stuttu máli eftir- farandi: Hetjan unga Perceval hefur verið alinn upp af ekkjunni móður sinni án þess að kunna hið minnsta til vopna- burðar; hann er af háum stigum og ná- kominn Artliúr konungi. Hann er ein- feldningur alla rás sögunnar og það er ástæðan til þess að hann verður sigur- sæll. Hann heldur til hirðarinnar gegn vilja móður sinnar til þess að láta slá sig til riddara og lýsa frændsemi við Arthúr konung. Konungur tekur honum vel, en á sömu stund lýsir dularfull rödd því að land hins ríka fiski-konungs hafi fallið í auðn og verði ekki borgið nema af bezta riddara heims. Þetta er sam- kvæmt franskri hefð bölvun sem hefur lostið landið vegna þess að Perceval hefur sezt á „le siége périlleux“; reynd- ar hefur konungsríki fiski-konungsins lengi verið Auða landið. Hin hrópandi rödd var rödd jarðarinnar er talaði gegnum ,,le siége“, örlagastein írsku, skozku og ensku krýningarhefðarinnar, og birti að Perceval var riddarinn er bjarga skyldi Auða landinu. Perceval og riddarar hans leggja af stað, og koma um síðir að fljóti nokkru þar sem maður er að veiðum á báti. Sá vísar honum leið til gral-hallarinnar. Þetta er fiski-konungurinn, enda þótt hetjan þekki hann ekki. Perceval er vel tekið við hirðina, en þar ræður örvænt- ing ríkjum; konungurinn hefur hlotið hættulegt sár í lærið — með því er raunar átt við kynferðilegt vanmætti. Og faðir hans er fjörgamall maður sem heldur lífi á dularfullan hátt með því að matast úr gralnum. Hetjunni er búin stórfengleg veizla. Síðan fara fram und- arlegir siðir: Gralinn er borinn þvert um salinn í meyjarhöndum, en á undan meynni fer þjónn með spjót það sem er eilíflega vott af dreyra. Perceval þegir, furðu lostinn. Og næsta dag sér hann ekki nokkurn mann í höllinni og verður að ríða á braut fylgdarlaus. Þegar hann er kominn út fyrir höllina verður á vegi hans kerling forljót er ásakar hann fyrir að spyrja ekki hinna nauðsynlegu spurninga um gralinn. Hugsunarleysi hans hefur valdið því að þjáningar Auða landsins hafa vaxið. Hann verður því að taka upp að nýju leitina að gralnum. Hetjan ratar í ýmsar mannraunir er ekki koma höfuðefninu við og snýr að lokum aftur til gral-hallarinnar. Helgi- siðirnir eru endurteknir og Perceval spyr nú réttrar spurningar: „Hverjum þjónar gralinn?“ landið verður frjósamt TlMARITIÐ VAKI 45

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.