Vaki - 01.09.1953, Síða 49

Vaki - 01.09.1953, Síða 49
ketillinn. Það er aldrei minnzt á hann í Perceval, þó vitum við að hans hefði átt að vera þar getið, því eitt nafna fiski- konungsins er Bron, komið af nafni keltneska goðsins Bran, er átti í eigu sinni töfraketil, að því er segir í Mabin- ogi af Branwen. Enn einn hlutur: sverð- ið, jafngildi spjótsins í kvæði Chrétiens. Ef þetta tvennt er í raun og veru sami hluturinn, en á því leikur tæpast neinn vafi, hlýtur aðaleinkenni þeirra að vera að þeir eru hergögn. Þegar þetta er sett í samband við ketilinn, sem er fæðingar- tákn, frjósemi og auðs, verður ljóst að þessir tveir hlutir tákna tvær hliðar á konungdóminum. í frumstæðu þjóðfé- lagi ber konungurinn ekki einasta á hendi ábyrgð á hernaðaröryggi þjóð- ar sinnar heldur og á búsæld hennar, eins og vitað er af sögu Dómalds kon- ungs í Ynglingasögn, en hann var færð- ur guðunum að fórn er honum mistókst að fá góða uppskeru þjóð sinni til handa (10). Ef við eigum að geta sett germanskar og keltneskar frásagnir í rétt samband hverjar við aðrar, verður fyrst að gera sér grein fyrir því að þjóðbálkarnir tveir eru að ýmsu leyti ólíkir. Það kem- ur fram í mismuninum á hetjumynd- inni, á sögusviðinu og athafnahættinum í gralstefinu. Fyrsta veigamikla atriði gralstefsins sem fyrir okkur verður er atburðarásin. Hún fer fram í tveim heimum, þessa heims og annars. Ekki má rugla saman þeim hugmyndum urn annan heim er hér koma fram og hugmyndinni um dauðra- landið, helvíti kristninnar eða helheima heiðninnar. I-Iún nær yfir miklu víðara svið. 1 frumstæðum trúarbrögðum telst til annars 'heims allt sem ekki á rök sín í vanabundnu athafnasviði mannsins. Það getur því hæglega verið dauðra- landið, land byggt öllu því sem hefur verið, en er ekki lengur augum sýnilegt. Það er og land örlaganna, byggt öllu því sem mun vera. Það er aðsetur allra þeirra afla, er hafa áhrif á þennan heim til góðs eða ills, valda vexti og veikind- um, auðsæld og dauða. Hann stendur á allan hátt í nánum tengslum við þenn- an heim og er honum fullkomlega hlið- stæður. För hetjunnar frá einum heimi til annars er að ýmsum hætti í hinum ýmsu trúarbrögðum. Afstaða heimanna tveggja sín á milli er nánast óákvarðan- leg með Keltum: engin landfræðileg tak- mörk eru til aðgreiningar, og eigi að síður er annar heimur bundinn traust- um böndum í rúm og tíma — að minnsta kosti til bráðabirgða. Oft hefjast kelt- neskar sögur á því að hetjan er á ferð í skógi og er skyndilega komin í annan heim. Eigi að síður er sama landsvæði ef til vill einvörðungu þessa heims við eitthvert annað tækifæri seinna í sög- unni. Heimarnir tveir eru raunar tvö skynsvið, tvennskonar afbrigði jarð- neskrar tilveru. Þessvegna getur Perce- val farið frá gral-höllinni einn daginn og hún verið honum huliðsheimur næsta dag. Annar heimur með Keltum er langt frá því að vera dautt land. Ibúar hans eru til alls gagns hinir sömu og héðra. Samt er líf þessa heims háð öflum sem þeir ráða. Þá er konungsríki fiski-kon- ungsins verður Autt land kemur það og niður á hirð Arthúrs konungs. Menn verða að fara til annars heims, þar sem frjósemi og auður eiga samastað sinn, til þess að koma eigin heimi í skorður á ný. Það er hægt að ímynda sér annan heim sem land hinna dauðu, en hann er langt frá því að vera svipaður Hel, það er Tír nan Og, land æskunnar, paradís TlMARITIÐ VAKl 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.