Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 66

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 66
vai- niður kominn. Eftirmálar um hann birtust í blöðunum. En Éluard hafði eklci verið orðinn leiður á að lifa, heldur hafði hann verið orðinn leiður á París. Að minnsta kosti hafði hann tekið sér fari með skipi frá Marseille 15. maí 1924 án þess að hafa neinn sérstakan áfangastað í huga, flækzt um í sjö mán- uði, komið til Indlands, Suðurhafseyja og hver veit hve margra nýstárlegra staða. Éluard ferðaðist annars víða um Ev- rópu, meðal annars til Spánar skömmu fyrir byltinguna, og hefur hann þýtt kvæði eftir spænska óðsnillinginn Gar- cia Lorca og gert sitt til að búa honum þann frægðarsess sem hann hefur skipað með Frökkum. Árið 1926 gefur Éluard út ljóðabókina Capitale de la Douleur. Menn viður- kenna hann þá fremstan ungra skálda á Frakklandi. Næstu árin eftir útkomu þessarar bókar er hann önnum kafinn við ritstjórn fyrir þá súrrealistana, en þeir gáfu jafnan út tímarit og fluttu þar áróður fyrir stefnunni. Þá samdi hann bækur í félagi við önnur skáld, en merkust þeirra er ef til vill L’immaculée Conception, er þeir sömdu saman hann og André Breton (1930). La Rose Publique kemur út 1934, og er sú bók talin vera hvað mest í anda súrrealismans af öllum bókum hans. I byrjun ársins 1936 fer Éluard til Spánar að halda þar fyrirlestra í sam- bandi við yfirlitssýningu á verkum Pí- cassós. Sama ár gefur hann út bókina Yeux Fertiles. Tvær bækur hans, sem út komu á stríðsárunum síðari, eru taldar merkur áfangi í ljóðagerð hans. Livre ouvert heitir hvor þessara bóka, Opin bók. En Louis Parrot segir, að þar megi lesa sögu þjóðar hans, ef vel sé að gáð. Eymd mannkynsins, hernaðarbrjál- æðið, undirokun þjóða, kúgun alþýðu, allt orkar þetta á skáldskap hans, ekki sízt í opnu bókunum og þeim bókum sem hann síðar gaf út. Fátæklingarnir tíndu brauð sitt upp úr göturæsunum Og ég heyrði talað lágt hyggilega Um gamla von eins stóra og höndina. (Poésie et Vérité 1924.) Éluard helgaði krafta sína andspyrnu- hreyfingunni á þeim árum, þegar naz- istar höfðu her í landi hans. Louis Par- rot segir, að hann hafi farið úr einum stað í annan með töskuna sína undir hendinni, úttroðna af bönnuðum leyni- ritum, enda þótt hann ætti hvern dag á hættu að borin væru kennsl á hann og honum varpað í fangelsi. Eftir útkomu bókarinnar Poésie et Vérité, sem Þjóð- verjar töldu hættulega bók, skipti hann um íverustað mánaðarlega og flutti ekki annað með sér en pappírsmiðana, sem hann orti á drög kvæða sinna. Islendingar þekkja lítið til nýrri ljóð- smiða Frakka. Einn þeirra, Paul Éluard, hefur kvatt þennan heim. En ljóð hans deyja ekki með honum. Þau lifa. Þau eiga skilið að berast víða, einnig til Is- lands. En því miður er erfitt að þýða kvæði hans á aðrar tungur þannig, að þau glati ekki upprunaleik sínum. Ein- ungis fáein ljóða nans hafa verið þýdd á íslenzku, og menn skyldu varast að dæma hann eftir þeim tilraunum, sem þar hafa verið gerðar til að kynna hann íslenzkum ljóðavinum. J. Ó. TIMARITIÐ VAKI 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.