Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 72

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 72
það, að þeim beri að sjá um fórn þjóðarinnar til skáldsins: Byggingu Hallgrímskirkju. Við þekkjum verk þeirra vel, svo að þess vegna er ekki hægt að segja, að við séum með fordóma gegn þeim. Um þann fyrri skal ekki frekar rætt, nema að því leyti, að hann virðist enn sem fyrr vera manna harðvitugastur, ekki sízt í þessu máli. Það væri í sjálfu sér ekkert athuga- vert við það, að gamlir menn, sem að mestu hafa lokið ævistarfi sínu, bauki við það í ell- inni að koma upp einni kirkju, en þegar forskrift hennar er svo slæm, sem raun ber vitni, neyð- umst við til að mótmæla. Sá síðarnefndi er þekktur okkur af margm ára samvistum við verk hans. Hann á hér hús á öðru hverju horni. Við unga fólkið getum sagt, að við séum alin upp með þeim, eins og það gamla með Passíusálmunum, og getum því trútt um talað. Okkur finnst hann hafa þegar fleiri minnismerki úr grjóti og steypu en Hall- grím sáluga getur nokkurn tíma dreymt um að fá. Okkur þykir nóg um, af meðaumkun, en þó einkum af skömm. Það þýðir því ekkert að segja við okkur, að í kirkjudrögum hans sé ein- hverrar breytingar að vænta, sérstaklega þar sem við i þokkabót vitum hvernig þau eru. Við sem í sumra augum höfum óeðlilega mik- ið sjálfstraust 1 þessum efnum, álitum það auð- reiknað dæmi, að Hallgrímskirkja, eins og hún liggur fyrir til smíðar, sé vægast sagt slæmt, ósmekklegt, ófagurt verk. Væri hin svo mjög rómaða lýðræðisaðferð notuð og almenningur spurður álits hér um, er ég einnig hræddur um að atkvæðamunur yrði tölu- verður. Væru hinir, sem hugsa yfir meðallag um stærð og form, spurðir, versnar fyrst. Eg vildi því sega í nafni þeirra: Hættið við þessa fyrirmynd. Ef þið í alvöru eruð að hugsa um að minnast skáldsins, um leið og þið byggið yíir söfnuð ykkar, þá umfram allt farið var- lega og hugsið um spurningar okkar og svör og hleypið ekki geðofsa eða stífni í málið og segið: Það stendur aldrei á ykkur að vera á móti kirkju, ótætin ykkar og guðlausar sálir. Ef við höldum ekki áfram nú, þá fáum við aldrei kirkju okkar. En sjálfra ykkar vegna, berið ekki þessa ókristi- legu mótbáru fram: Við fáum ekki aftur teikn- ingu af kirkjunni fyrir ekki neitt. Því er þá til að svara, að telja má víst, að margir hinna ungu byggingarmeistara myndu teikna fyrir ykkur drög að nýju og hæfu guðs- húsi og það fyrir ekki neitt, væri það ekki nema til þess að forða ykkur og okkur öllum frá þeirri hneisu að horfa upp á það ferlíki, sem í smíð- um er. llörður Ágústsson. Fréttir úr myndlistarheiminum. Nýr útvarpsþáttur. Sú nýbreytni var tekin upp í vetur að hafa sérstakan myndlistarþátt á dagskrá Ríkisútvarps- ins. Það er plagsiður í þessu landi að gagn- rýna útvarpið. Vaki vildi brjóta einu sinni þessa reglu og óska ráðamönnum dagskrár og Hjör- leifi Sigurðssyni listmálara, sem annaðist þátt- inn, til hamingju með nýbreytni þessa. Vaki óskar þess ennfremur, að þátturinn verði tek- inn upp aftur í byrjun næsta vetrar og þá skipaður betri tími en áður. Frá París: RitaS í tilefni kúbistasýningar. Merkust sýning þar í vetur er eflaust yfir- litssýning á verkum kúbistanna, sem haldin var fyrri part vetrar á safninu um nútímalist í París. Sýning þessi var merkileg af tveim ástæðum. Það er í fyrsta skipti sem stefna þessi fær viðurkenningu af því opinbera. Það er því mið- ur ekki gott til afspurnar, að frönsk ráða- stétt hefur einatt verið seinust allra að viður- kenna þá menningarstrauma, er spruttu upp við hlið hennar og áttu stundum því láni að fagna að breyta listsjón alls heimsins. Sem sagt, nú getum við bráðum farið að fletta upp í alfræði- orðabókinni: Ríkisvaldið blessar kúbismann. Fyrir þá, er haft hafa tækifæri til að sjá saman verk kúbistanna nú og í ljósi nýrra list- viðhorfa, verður annað ljóst: Það er ef til vill undarlegt til afspurnar um jafn almennt við- urkennda málara og kúbistarnir eru, en sumir þeirra eins og „slógu í gegn“ á nýjan leik. Rétt- ara væri að segja, að frægðarhlutföllin hafi breytzt. Og enn betur: Mönnum hafði láðst að sjá í sumum þessara málara og myndum þeirra gildi, sem tíminn í dag metur meir en tími sá, er kvað upp úr með það, er stefna þessi var að brjótast fram, að Picasso, Braque og Matisse væru hin heilaga og sígilda þrenning nútímalistar. Annað er að koma á daginn. Um leið og álykta verður að ungir málarar i dag líti nokkuð öðrum augum á lausn hinna list- rænu vandamála en kynslóðin á undan, þá kem- ur annað til. Þegar við lítum á málverk á vegg, þá gerum við það á tvennan hátt. Fyrst göng- um við upp að því og sjáum einstaka hluti þess, síðan göngum við frá til þess að sjá það i heild. Við þetta breytir það oft mjög um svip og tekur á sig aðra mynd en í nálægðinni. Líkt er um stefnur eða listastrauma. Óhægt er um vik, er þær fyrst koma fram, að átta sig á, hvað sé í raun og veru sígilt í verkum þeirra, jafnvel hinum færustu getur skjátlazt. Ef til vill er ekki hægt að ætlast til að nokkur maður geti séð svo skýrt fram í tímann, að hann finni, hvað í verkum nútíðar eigi eftir að hafa mesta þýðingu fyrir framtíðina. Raunin er sú, að okk- ur ungu mönnunum, sem getum skoðað verk kúbistanna í dag með þrjátíu ára bil milli okkar og fæðingartíma þeirra, finnst nútimalist hafa TiMARITIÐ VAKI 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.