Vaki - 01.09.1953, Page 75

Vaki - 01.09.1953, Page 75
sef, livltar siglur, grœnar ilmbjarkir, bláir óska- steinar. Annars staðar talar hann um dimm- grænan skugga og grænan febrúarhimin. Má vera að það hafi átt að þýða eitthvað, en les- andinn er orðinn tortrygginn og tekur ekki mark á þvi. Það er eins með litarorð og önnur orð að það má ekki nota þau nema þegar á þarf að halda. Og sumsstaðar kann Stefán að nota iitina: roögul lík, mýrgiti tunglsbirta. Mér finnst að Eirlitir dagar og nœtur meö svartar liendur hefði átt að fella niður úr hand- ritinu; að vísu er ýmislegt gott í því, en í heild minnir það ofmikið á annað kvæði annars skálds. 1 sumum ljóðunum er eins og skáldið hafi aðeins náð taki á góðri hugmynd en ekki lofað henni að vaxa svo hann gæti miðlað henni öðrum. Öttan feltdi sín blátdr er dæmi þessa, höfundur nær aðeins til okkar með bláfingur- gómunum. BifreiÖin sem hemlar lijá rjóörinu er líklega líka unnið af ofmikilli léttúð. Halló litli villikötturinn minn kann ég ekki að meta og Áö í morgunljósi finnst mér ósmekklegt. En hin betri Ijóð bókarinnar nægja til þess að hún er ein af fáum nýjum ljóðabókum is- lenzkum sem gefa þá von að íslenzkur skáld- skapur stefni fram á við. — Flestir munu nú hafa gleymt fyrstu ljóðabók Stefáns Harðar Grímssonar sem kom út árið 1946. Síðan hefur hann gert stórt átak. Ljóð hans eiga nú eigin rödd sem er að vísu ekki hávær, en laus við uppgerð og stundum hrein og tær: Yfir mófjallið rauða bláhvítu ljósi stafar nýmáninn fölur á brá. Oti af fjörum brúnum vesturfallinu knúin ómar í logni hvítu harpa í djúpum sjó harpa sem leikur undir vorkvöldsins slæðudansi dapurt og glatt í senn. Moldin dökka sem geymir lík hinna týndu blóma blóma sem hönd þín snerti aftur er hlý og fersk. Rökkur fellur á augu kvöldsins og önnur blárri handan við glötuð vor verður að einu og rennur saman kvöldið og mynd þin hljóð og fögur sem minning hrein og hvít eins og bæn. Hér er að mínu vili rödd skáldsins hreinust; hér yrkir hann um hátiðina sem okkur er haldin. Sigfús Daöason. Sigfús Daðason: Ljóð 1947—1951. Heimskringla; Reykjavík, 1951 Við erum undarlega lagnir Islendingar að láta þess ógetið sem máli skiptir en hafa sem hæst um hversdagslega hluti: þannig fyllum við blöðin okkar vikum saman vegna smíði einnar dieselmaskínu meðan engum dettur í hug að ljúka upp munni til að minnast á ljóða- bók Sigfúsar Daðasonar. Það er raunar sagt að merkilegir hlutir gerist í hljóði. Og ég er ekki frá þvi að bók Sigfúsar muni talin til þess er máli skiptir þegar við lít- um um öxl að nokkrum árum liðnum: svo nýjan tón færir hún skáldskapnum hjá okkur. — Það er vert að staldra við og kanna i hverju nýj- ungin er fólgin, að hvaða leyti þetta er afdrifa- rík bók. Menn hafa mikið þrætt og af litlum vilja til skilnings um svonefndan atómskáldskap — sem og um abstrakta list, um allt yfirleitt sem er nýtt og ferskt og alvarlegt í andlegu lífi. En i þrætunni hefur skáldskapurinn sjálfur og listin oftast gleymzt fyrir hávaðanum af sjónarmið- um og skoðunum vandlætingarmannanna. Það tekur því ekki á þessum vettvangi að gera grein fyrir eðli andúðarinnar enda þótt það væri freistandi og kannske ekki mjög örðugt. Snúum okkur að skáldskapnum. Það er síendurtekin mótbára að nýja formið drepi skáldskapinn: ljóðstafaleysið, frelsi und- an tradilionellum háttum tákni endalok hans. Sigfús hefur sjálfur sýnt fram á heimsku slíkra hugmynda í nýlegu Tímariti máls og menning- ar, og betur en ég get gert hér. Það er auðvelt að berja lóminn. Og afturhaldssamir og öryggis- sjúkir menn hafa alltaf verið að sjá hrun heims- ins í öllu nýju er spratt fram. Seinna sáu menn svo að það var vorið sem hafði knúið dyra. En auðvitað tekst ekki einu sinni vorinu að vinna á kölkuðum gröfum. Víst má vera að brottfall t. d. ljóðstafa eða annarra einkenna hefðbundinna hátta stuðli að breytingu á því sem menn eru svo fljótir að nefna eðli og uppistöðu ljóðsins. En skilgreining TlMARITIÐ VAKI 73

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.