Birtingur - 01.01.1964, Page 81
þeir æÖstu höfðu svo mikið að gera, og ég
yrði að bíða einn mánuð eða tvo.
Þetta urðu sex mánuðir sem ég tafðist í
Moskvu, og ég er forsjóninni þakklátur fyrir
það. Ég hrósa happi yfir, að mér skyldi finn-
ast ég þurfa að fara til Moskvu, mér til hvíld-
ar og hressingar, einmitt þá: í sögu þjóðar
manns koma þeir dagar sem ekki er hægt að
skilja af frásögn annarra,- menn verða að liafa
lifað það sjálfir.
Fyrst ætla ég að skýra frá því, hvað ég gerði
þessa mánuði. Ég hélt marga fyrirlestra um
Spán í æðri skólum, í verksmiðjum og fyrir
herinn. Einhver sendi mér skýrslu frá einu
slíku fyrirlestrakvöldi. Það var í félagsheimili
kifreiðaverksmiðju nokkurrar. Og þar hafði
ég látið þess getið, að ég væri búinn að halda
fyrirlestra um Spán á fimmtíu stöðum.
IJað gladdi mig, að harmleikur spönsku þjóð-
árinnar rann áheyrendum mínum til rifja.
I’etta var hugrakkt og heiðarlegt fólk sem á
mig hlýddi og kommúnismanum trútt; það
minnti mig á flugmenn okkar scm ég hafði
kynnzt við Alcalá de Henares.
% gat ekkert unnið að ritstörfum; allan þenn-
an tíma skrifaði ég aðeins tvær greinar um
Spán fyrir ízvestiu: aðra í marz eftir sigra
fasistanna. og hina í fyrsta maí blaðið. Ég
Var oft beðinn þess á blaðinu, að skrifa grein-
ar um málaferlin, um „Þjóðfulltrúa Stal-
íns“, og gera samanburð á „fimmtu herdeild-
inni“ á Spáni og þeinr sem hér voru brenni-
merktir „óvinir fólksins". Ég sagði, að ég
gæti það ekki — ég gæti aðeins skrifað um það
sem ég þekkti vel — og ég sendi ekki frá mér
eina línu um þetta efni.
Eins er það núna, að ég get aðeins skrifað um
það sem ég hef séð með eigin augum og
reynt sjálfur: mitt eigið líf í Moskvu og líf
fimmtíu, eða kannski hundrað vina og
kunningja sem ég hafði samband við þennan
tíma; ég get ekki skilgreint þetta tímabil
eða brugðið upp sagnfræðilegri mynd á
breiðum grunni; allt sem ég get gert er að
lýsa daglegu lífi okkar og því sem hrærðist
innra með mér og félögum mínum sem að-
allega voru rithöfundar og listamenn.
Líf okkar á þeinr dögum var að sínu leyti ein-
stakt; það væri hægt að skrifa um það heilar
bækur, og það er ógerlegt að lýsa því til nokk-
urrar fullnustu á fáum síðum. Það var svo
margt sem togaðist á: vonir og örvænting,
léttúð og hugrekki, ótti og mannleg reisn,
forlagatrú og tryggð við hugsjónina. Enginn
kunningja minna gat verið öruggur um morg-
undaginn; margir þeirra höfðu ætíð tilbúna
litla ferðatösku með tvennum, hlýjum nær-
fatnaði. Sumir leigjendanna í húsinu við
Lavrúsjenskígötu fóru þess á leit að skrölt-
Mrtingur
77