Birtingur - 01.01.1964, Page 81

Birtingur - 01.01.1964, Page 81
þeir æÖstu höfðu svo mikið að gera, og ég yrði að bíða einn mánuð eða tvo. Þetta urðu sex mánuðir sem ég tafðist í Moskvu, og ég er forsjóninni þakklátur fyrir það. Ég hrósa happi yfir, að mér skyldi finn- ast ég þurfa að fara til Moskvu, mér til hvíld- ar og hressingar, einmitt þá: í sögu þjóðar manns koma þeir dagar sem ekki er hægt að skilja af frásögn annarra,- menn verða að liafa lifað það sjálfir. Fyrst ætla ég að skýra frá því, hvað ég gerði þessa mánuði. Ég hélt marga fyrirlestra um Spán í æðri skólum, í verksmiðjum og fyrir herinn. Einhver sendi mér skýrslu frá einu slíku fyrirlestrakvöldi. Það var í félagsheimili kifreiðaverksmiðju nokkurrar. Og þar hafði ég látið þess getið, að ég væri búinn að halda fyrirlestra um Spán á fimmtíu stöðum. IJað gladdi mig, að harmleikur spönsku þjóð- árinnar rann áheyrendum mínum til rifja. I’etta var hugrakkt og heiðarlegt fólk sem á mig hlýddi og kommúnismanum trútt; það minnti mig á flugmenn okkar scm ég hafði kynnzt við Alcalá de Henares. % gat ekkert unnið að ritstörfum; allan þenn- an tíma skrifaði ég aðeins tvær greinar um Spán fyrir ízvestiu: aðra í marz eftir sigra fasistanna. og hina í fyrsta maí blaðið. Ég Var oft beðinn þess á blaðinu, að skrifa grein- ar um málaferlin, um „Þjóðfulltrúa Stal- íns“, og gera samanburð á „fimmtu herdeild- inni“ á Spáni og þeinr sem hér voru brenni- merktir „óvinir fólksins". Ég sagði, að ég gæti það ekki — ég gæti aðeins skrifað um það sem ég þekkti vel — og ég sendi ekki frá mér eina línu um þetta efni. Eins er það núna, að ég get aðeins skrifað um það sem ég hef séð með eigin augum og reynt sjálfur: mitt eigið líf í Moskvu og líf fimmtíu, eða kannski hundrað vina og kunningja sem ég hafði samband við þennan tíma; ég get ekki skilgreint þetta tímabil eða brugðið upp sagnfræðilegri mynd á breiðum grunni; allt sem ég get gert er að lýsa daglegu lífi okkar og því sem hrærðist innra með mér og félögum mínum sem að- allega voru rithöfundar og listamenn. Líf okkar á þeinr dögum var að sínu leyti ein- stakt; það væri hægt að skrifa um það heilar bækur, og það er ógerlegt að lýsa því til nokk- urrar fullnustu á fáum síðum. Það var svo margt sem togaðist á: vonir og örvænting, léttúð og hugrekki, ótti og mannleg reisn, forlagatrú og tryggð við hugsjónina. Enginn kunningja minna gat verið öruggur um morg- undaginn; margir þeirra höfðu ætíð tilbúna litla ferðatösku með tvennum, hlýjum nær- fatnaði. Sumir leigjendanna í húsinu við Lavrúsjenskígötu fóru þess á leit að skrölt- Mrtingur 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.