Birtingur - 01.01.1964, Qupperneq 109
Það eru söngvar í verkinu. Leiksviðsstjórinn
talar beint til áhorfenda og skýrir atburða-
rásina. Til að gera hermennina sem óhugnan-
legasta eru þeir látnir ganga á stultum og í
þykkum búningum. í Móðurinni (eftir skáld-
sögu Gorkis) eru allar breytingar á sviðinu
fyrir opnu tjaldi. Talkór táknar fjöldann.
Stuttum kvikmyndum er skeytt inn í leikinn.
Upphafið á Der Gute Mensch von Sezuan er
þýðingarmikið. Þar hleypur Brecht með einni
setningu yfir eitt helzta tæknivandamál leik-
ritunar veruleikastælingarinnar, kynninguna
(exposition). Það kemur maður fram á svið-
ið og segir beint til áhorfenda: „Ich bin
Wasserverkaufer liier in der Hauptstadt von
Sezuan." I sama verki beitir hann öðru snjöllu
austrænu tæknibragði, lætur eina persónuna
breyta sér í aðra nýja persónu. Efnið er kín-
versk dæmisaga um þrjá guði, sem eru á leit
eftir réttlátri manneskju. Þeir koma til bæj-
arins Sezuan, þar er það aðeins vændiskonan
unga Shen Te, sem skýtur yfir þá skjólshúsi.
Þegar henni hefur áskotnast fé og hún er orð-
in eigandi að lítilli verzlun vill hún halda
áfram að vera góð, en kemst fljótt að því, að
fólk sem hún er góð og kemur vel fram við
geldur ekki í sömu mynt. Hún klæðist því
búningi frænda nokkurs og sem hann lætur
hún hart mæta hörðu. Harka lífsbaráttunnar
neyðir hana til að víkja af veginum:
Fúr eure grossen Pláne, ihr Götter
War ich armer Mensch zu klein.
Starf Brechts sem leikhúsmanns og höfund-
ar að fræðilegum grundvelli að leikritun sinni
er ekki síður mikilvægt. Því verða ekki gerð
full skil í stuttri tímaritsgrein, en tilraun
skal gerð til að skýra heitið, sem hann notaði
yfir verk sitt, hann kallaði það „episkt leik-
hús“ (episches Theater). Það, sem Brecht á
við með orðinu epískt, er andstæða þess, sem
almennt er kallað dramatískt, þ. e. a. s. þess,
sem kallað var dramatískt á lokaskeiði veru-
leikastælingarinnar. Hann snýst aðallega gegn
tveim atriðum: þáttaskiptingu leikritsins, þ.
e. a. s. þeirri hugmynd, sem felst í þáttaskipt-
ingunni, að leikritið gerist án þess að leik-
ararnir viti af áhorfendunum eða tilrauninni
til að láta líta svo út, þ. e. rittækni veruleika-
stælingarinnar. Þannig kastar hann fyrir borð
kynningunni (exposition), sem við minnt-
umst á hér að ofan. En kynningin var eitt
af hinum erfiðari tæknibrögðum veruleika-
stælingarinnar. Um leið fellur að sjálfsögðu
krafan um „eðlileg samtöl“ niður. Samtölin
á sviðinu eru ekki lengur falsaður veruleiki
heldur tilbúningur, skáldskapur, sem hefur
allt annan tilgang en að vera sem næst venju-
legu tali. Hitt atriðið, sem hann snýst á móti,
er hin dramatíska innlifun eða beiting til-
mrtingur
105