Birtingur - 01.01.1964, Page 143
horfi í laumi á lestarstjórann framundan mér.
— Hvað hefur gerzt segi ég við sjálfan mig og
rétti járnbrautarstarfsmanninum miðann
minn.
þú!“
Ég sé manninn færa sig nær. Hann rífur af
mér miðann og þrífur í hálsmálið á mér, áður
en mér vinnst tími til að draga andann; hann
tekur mig steinbítstaki og keyrir mig á kné,
opnar fyrstu dyr og rekur mig að næsta vagni,
sem ofan á allt annað er vöruflutningavagn."
Reykur liðast upp úr vindlingum doktorsins
og málarans.
»,Það var nístandi kalt í þessum andstyggðar-
vagni. Ég gat hvergi setzt, og enn síður lagt
mig út af og sofnað. Löng ferð var framundan.
Ég hugsaði með mér, að ég hefði átt að veita
honum viðnám, berjast, láta múginn gera út
af við mig. En ef til vill var ég orðinn veik-
byggður af að lifa í þessum heimi utanríkis-
þjónustu og lítilla iðjuleysingja. — Nei, það
er frekar það, að lestarstjórinn gaf mér ekki
tíma til að opna munninn. Ég fann til þess,
að ég hafði verið auðmýktur, og mér vöknaði
um augun.
En í þessu birtist sterklegur negri með barns-
augu, einn þessara negra, sem vinna í vöru-
ílutningavögnum. Hann kemur til mín bros-
andi og segir: „Svona er þetta nú hérna. En
vertu rólegur, bróðir minn. Þetta er ekkert.
Við björgum þessu hvort sem er einhvern
veginn við .. .“ Negrinn fór að draga til
nokkra feiknarstóra kassa, fulla af Guð veit
hverju, kom þeim fyrir réttum eða hvolfdi
til að búa til eins konar rúm. Á kassana lagði
hann svolítinn hálm, og dagblöð þar á ofan.
Hann gerði mér eftir beztu getu kodda úr
pappakössum og bauð mér gamlan frakka,
hnappalausan og með dálítið trosnuðum erm-
um. „Ég skal gefa þér að borða; það verður
ekki mikið, en þú deyrð þó ekki úr hungri,“
sagði hann hughreystandi.
Þegar allt er komið á sinn stað, sezt negrinn
við hliðinaámér. Hann er gripinn mikilli tor-
tryggni, leggur við hlustir, lítur áhyggju-
fullur til hægri og vinstri. Þarna er enginn
nema við tveir.
Negrinn hvíslar í eyra mér:
„Okkar á milli, núna þegar við erum hér
einir, segðu mér satt — mér, sem er bróðir
þinn. Hvar gaztu eiginlega stolið þessum lest-
armiða, ha?“
(Þýtt úr tímaritinu „Révolution", 7. tbl., marz 1964, bls. 80
—81. Titill sögunnar á frönsku er „Entre nous, frerc noir".)
birtingur
139