Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Síða 10
8
Höskuldur Þráinsson
frímerkjasafnara og formaður um skeið, auk þess sem til hans var leit-
að um dómnefndarstörf á frímerkjasýningum bæði innanlands og er-
lendis.
Á sviði íslenskra fræða hafði Jón mestan áhuga á mállýskum, orð-
fræði og nafnfræði og fékkst við m.a. við þau ífæði meðffam háskóla-
kennslu sinni í Svíþjóð. Á námsárum sínum tók hann þátt í söfhun
mállýskugagna í Vestur-Skaftafellssýslu með Bimi Guðfmnssyni og
það hefur áreiðanlega kveikt áhugann á íslenskum mállýskum eða eflt
hann. Jón skrifaði talsvert um íslenskar mállýskur, m.a. vel þekkta
yfirlitsgrein í greinasafiiið Þœttir um íslenzkt mál sem kom út 1964.
Hann skrifaði líka ýmsar greinar um staðbundinn orðaforða og orð-
fræði, m.a. í íslenskt mál og tímaritið Orð og tungu, en yfirlit yfir rit-
störf hans má annars finna í skrám Þjóðarbókhlöðunnar, en þær em
aðgengilegar á Netinu eins og kunnugt er (http://www.bok.hi.is/).
Vegna sérþekkingar Jóns á skaftfellskum mállýskuatriðum, stað-
þekkingar í Vestur-Skaftafellssýslu og persónulegra tengsla við fólk
þar fékk ég hann með mér í mállýskuferð á þær slóðir í mállýskuverk-
efni okkar Kristjáns Ámasonar, Rannsókn á íslensku nútímamáli
(RÍN). Þetta var á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar og Ingólf-
ur Pálmason, kennari við Kennaraháskóla íslands, var með okkur í
ferðinni. Þeir Jón og Ingólfur vom báðir að huga að tilteknum fram-
burðaratriðum á þessum slóðum og Jón hafði reyndar sérstakan áhuga
á sérkennilegum lengdarreglum sem sögur fóm af að hefðu gilt í máli
sumra í Vestur-Skaftafellssýslu á síðastliðinni öld. Við fómm á ýmsa
bæi í sýslunni og spjölluðum við fólk og nutum þess víða að heima-
fólk kannaðist við Jón. Á einum stað mistókst okkur þó alveg að beita
Jóni fýrir okkur. Við börðum þá að dymm á bæ einum og frekar þung-
búinn maður kom til dyra. Ég hafði orð fyrir hópnum og kynnti Jón
Aðalstein sérstaklega sem forstöðumann Orðabókar Háskólans. „Þú
kannast kannski við hann,“ sagði ég. „Nei, ég les aldrei orðabækur,"
sagði bóndi. Þegar við þurftum síðar á velvild bónda að halda vegna
þess að við vomm að tefja bróður hans ffá heyskapnum með því að
taka viðtal við hann upp á segulband sagði Jón: „Já, þið sjáið nú
kannski af svolítilli stund svona fyrir vísindin.“ „Vísindin! Mér koma
vísindi ekkert við,“ sagði bóndi þá. Að öðm leyti var okkur vel tekið