Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 20
18
Þóra Björk Hjartardóttir
gilda tiltekin lögmál eða reglur sem allir þátttakendur fara eftir án þess
að vera sérstaklega meðvitaðir um það, eins og rannsóknir á samtöl-
um hafa leitt í ljós. Sú rannsóknaraðferð sem mestrar hylli hefur notið
er kölluð CA (stytting úr e. conversational analysis)2 og á hún rætur
sínar að rekja til félagsvísinda og samskiptafræða. Á allra síðustu
árum hefur þróast hliðargrein út úr CA sem nefnd er samskiptamál-
fræði (e. interactional grammar) (sjá Steensig 2001; Ochs, Schegloff
og Thompson 1996) og byggir hún á málfræðilegri greiningu í meira
mæli en hefur þó samtöl sem samskiptaferli að leiðarljósi sem er
grunnur rannsóknaraðferða CA. Viðfangsefni samtalsrannsókna eru
margþætt og þar má nefha athuganir á því hvenær og hvemig fólk fær
orðið, talar ofan í aðra, endurtekur orð sín eða annarra, iagfærir orð sín
og skýtur inn orði hér og þar í tal annarra. Grundvallarspumingin í öll-
um samtalsrannsóknum snýst alltaf um virkni (e. function) og val:
hvaða áhrif tiltekið atriði hefur á framvindu samtalsins og af hverju
málnotandinn velur að nota það á þessum stað (sbr. Steensig
2001:17).3
Eins og fyrr greindi em samtöl ætíð samvinnuverkefni þátttak-
enda þar sem allir eru meira og minna virkir allt samtalið enda þótt
í grunninn sé stefnt að því að aðeins einn hafi orðið hverju sinni. Ein
hlið þessarar samvirkni er viðfangsefni þessarar greinar, nánar til-
tekið það atriði þegar mælandi hnýtir „merkingarsnauðum“4 orðum
eða orðasamböndum, eins og er það ekki eða ha, aftan við aflokna
2 Eins og fram kemur hjá Þórunni Blöndal (2004) er heitið samtalsgreining, sem
beinast lægi við að nota um þessa rannsóknaraðferð á islensku, ekki nothæft þar sem
það er notað sem yfirhugtak yfir fleiri aðferðir en CA. Hér verður því heitið CA not-
að á meðan ekki er völ á öðru betra.
3 Þórunn Blöndal (2004, 2005a og 2005b) hefur gert grein fyrir aðferðafræði og
helstu hugtökum CA og samskiptamálfræði og beitt á íslensk samtöl. Á innlendum
vettvangi hafa ekki aðrir birt rannsóknamiðurstöður á þessu sviði en íslensk samtöl
hafa þó verið viðfangseíhi fáeinna skrifa á erlendum málum (sjá Þómnni Blöndal
2004:124). íslensk heiti flestra hugtaka, sem hér eru notuð, em sótt í smiðju Þómnn-
ar en önnur em nýsmíði mín.
4 Gæsalappimar um orðið merkingarsnauður tákna hér að orð þessi eru merking-
arsnauð í þeim skilningi að þau bæta engu við merkingarlegt inntak segðarinnar en
þau em langt frá því að vera merkingarlaus fyrir samskiptin sjálf.