Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 24
22
Þóra Björk Hjartardóttir
að ræða sem er engan veginn algilt þar eð hlutverk þeirra er víðtækara,
getur t.d. verið að skapa samkennd milli viðmælenda (sbr. dæmi (2)),
eins og sýnt verður fram á í þessari grein. Því verður hér efitir notast
við heitið hali eingöngu.
Fyrrgeind lýsing á hölum gengur út frá hefðbundinni setninga-
greiningu en hún dugir hins vegar skammt til að skilgeina hala, hvort
heldur er formlega stöðu þeirra eða hlutverk. Þeir verða ekki skýrðir
vel nema með greiningaraðferðum samtalsfræða.8 Samkvæmt þeim
eru halar hluti af samtalslotunni en standa þó utan við kjama hennar,
hina svokölluðu lotueiningu (sjá nánar í kafla 2.2). Þeirra staður er í
lokum lotunnar þar sem mælendaskipti geta átt sér stað. Halamir
tengjast í senn þeim einingum sem á undan fara í lotunni sem og upp-
hafi næstu lotu hjá öðmm mælanda (Schegloff 1996; Steensig
2001:207 o.áfr.). Þeir snerta því samband viðmælenda og em eins
konar brú á milli þeirra. Hlutverk halanna er því samskiptalegt öllu
framar og felst í því að kalla eftir viðbrögðum frá hlustanda við því
sem sagt hefúr verið. Það má því líta á þá sem eins konar merki frá
mælanda til hlustanda, merki sem hlustandi getur bmgðist við með því
að hefja nýja lotu, gefið til kynna með endurgjöf að hann sé með á nót-
unum eða hugsanlega látið hjá líða að aðhafast nokkuð. Virknin er
með margvíslegum hætti en hún verður til í samtalsferlinu og verður
ekki skýrð nema í tengslum við samhengið.
8 Allmikið hefur verið fjallað um hala innan félagslegra málvísinda á erlendum
vettvangi um langt skeið, einkum í umræðunni um kynoundna málnotkun og völd í
orðræðunni (sjá t.d. Lakoff 1975, 2004; Holmes 1984, 1995; Cameron, McAlinden og
O’Leary 1988; Coates 1993, 1996; Nordenstam 1989). í flestum þessara rannsókna
hefur efniviðurinn verið fenginn úr raunverulegum samtölum án þess þó að aðferða-
fræði samtalsfræða hafi verið beitt að fullnustu til greiningar enda áherslan á félags-
lega stöðu viðmælenda. Slíkt sjónarhom samrýmist hins vegar ekki aðferðafræði CA
þar sem samtöl em könnuð óháð félagsbreytum. Innan samskiptamálfræðinnar er þó
ekki lögð eins rík áhersla á þetta og talið að það geti komið að gagni í sumum tilvik-
um (Steensig 2001:22 o.áfr.). Hér verður sjónum ekki beint að félagslegum bakgmnni
þátttakendanna í samtölunum enda leyfir efniviðurinn sem notaður er, Þjóðarsálin,
það ekki. Leitast verður við að skoða halana eingöngu út ffá framvindu samtalsins i
anda samskiptamálfræði og CA eins og greint var frá í 1. kafla.