Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 61
59
Er notkun viðtengingarháttar að breytast?
hugaði ég árið 2003 val milli framsöguháttar og viðtengingarháttar á
afmörkuðu sviði þar sem mér virtist breytingin vera hvað mest, þ.e. í
spumarsetningum með persónubeygðri sögn í nútíð. Ég takmarkaði
rannsóknina við setningar með samtengingunni hvort og reyndi að
greina hvort breyting hefði orðið og þá hvenær. í því skyni fór ég í
gegnum mikið tölvutækt efni frá ýmsum tímum. í efni frá síðari hluta
20. aldar flokkaði ég auk þess sérstaklega texta eftir aldri höfunda,
miðað við fæðingaráratug, til að kanna hvort yngri höfundar væm
gjamari á að nota viðtengingarhátt en hinir eldri.
Hér verður gerð grein fyrir framkvæmd þessarar rannsóknar og
niðurstöðum úr henni, þær sýndar í töflum og súluritum og síðan hug-
leitt hvaða ályktanir má draga af þeim. Fyrst verður fjallað lauslega
um viðtengingarhátt almennt, mun á notkun háttarins í nútíð og þátíð,
í aðalsetningum og aukasetningum, atvikssetningum og fallsetning-
um.
2. Um notkun viðtengingarháttar
2.7 Almennt um notkun viðtengingarháttar
Viðtengingarháttur í íslensku á rót sína að rekja til óskháttar og við-
tengingarháttar í indóevrópsku. Þessir tveir hættir féllu saman í germ-
önsku. í nútímaíslensku hefur viðtengingarháttur svipað merkingar-
hlutverk og hættimir tveir í indóevrópsku en þar táknaði óskháttur ósk
eða möguleika en viðtengingarháttur vilja eða væntingu. í Íslenzkri
málfrœði Bjöms Guðfínnssonar (1958), sem kom fyrst út á fjórða ára-
tug 20. aldar og var aðalkennsluefni í málfræði á unglingastigi fram
eftir öldinni, var notkun framsöguháttar og viðtengingarháttar lýst
þannig (Bjöm Guðfinnsson 1958:62 [§123]):
Framsöguháttur lætur í ljós beina fullyrðingu eða beina spumingu ...
Viðtengingarháttur lætur einkum í ljós eitthvað skilyrðisbundið, hugs-
anlegt, mögulegt, ósk, bæn o.s.frv.
bessar skilgreiningar gefa ákveðna vísbendingu en því fer þó fjarri að
þær dugi til að skilgreina fýllilega greinarmun á notkun framsöguhátt-
ar og viðtengingarháttar. Svo dæmi sé tekið þá uppfýllir tengingin ef
skilyrðið um eitthvað hugsanlegt, mögulegt og mikinn vafa; þó hefur