Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 67
Er notkun viðtengingarháttar að breytast? 65
Greina þurfti merkingu sagnanna/orðasambandanna til að geta rað-
að þeim í „réttan" flokk. Hér á eftir eru flokkamir taldir upp ásamt ein-
kennisorði með hverjum flokki sem sýnir merkinguna eins vel og kost-
ur er. Dæmi fylgja úr setningasafhinu um /zvorí-setningar með sögn
ýmist í framsöguhætti eða viðtengingarhætti. Þau eru öll úr blaðagrein-
um ffá árinu 2003 nema hið fýrsta, (17a), semerfrá 16. öldúrNýjatesta-
menti Odds Gottskálkssonar og var það yngsta sem fannst í safninu.
Flokkunin var eins og hér segir:
I. flokkur; einkennisorð spyrja: sagnir og orðasambönd sem fela í sér
spumingu, óbeina ræðu, sbr. (16) og dæmin í (17).
(16) spyrja, leita umsagnar um, bera undir, frétta að, ffegna, for-
vitnast um, tala
(17) a. Hún fréttir eigi að hvort góð verk eru til að gjöra.
b. Spurður hvort hið sama eigi ekki við um þetta mál ...
II. flokkur; einkennisorð vita: sagnir og orðasambönd sem fela í sér
fullvissu, algera óvissu, staðreynd eða skynjun:
(18) vita, vita ekki, vera/verða alveg ljóst/víst/óvíst, vera alls ekki
ljóst/víst, hafa ekki hugmynd um, þykja víst, sjást, reynast,
koma fram, leiða í ljós, koma í ljós, sjá, þekkja, marka, muna,
fá að vita, reyna, komast að, komast að raun um, meðtaka,
skilja, gera sér grein fyrir, frétta, detta í hug, nærri má geta, fer
ekki milli mála
(19) a. ... hvað veit hann um það hvort og hvemig þær síast inn?
b. Maður veit ekki hvort að þeir hafí keypt hana gamla.
Hl. flokkur; einkennisorð athuga: sagnir og orðasambönd sem fela í
sér athugun, rannsókn, prófun:
(20) skoða, athuga, sjá, vita, kanna, endurskoða, ræða um, tala um,
hyggja (að), heyra orð e-s, hætta til, reyna, sjá til, láta sjá,
reikna, hugleiða, hugsa um, rannsaka, greina, taka eftir, ganga
úr skugga um, prófa, staðreyna, sannreyna, nema, láta reyna
á, leiða í ljós, hafa eftirlit með