Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Síða 83
81
Af tveim tökuviðskeytum
Flest orðin sem hér voru tekin sem dæmi eru nokkuð gömul og tiltölu-
lega fá dæmi eru um orð af þessu tagi frá 20. öld nema orð með -ansk-
og -ísk-.5
Yfirleitt eru þessi lýsingarorð tökuorð í heild sinni fremur en að um
sé að ræða orðmyndun með tökuviðskeyti. Undantekning er mörg
þeirra orða sem enda á -ísk-. Orðmyndun með -ísk- er þó vafalaust
undir miklum beinum áhrifum ffá hliðstæðum orðum í erlendum mál-
um. Þetta viðskeyti er afar algengt í sama hlutverki í öðrum Norður-
landamálum6 og ríkjandi í ensku (-ic) og þýsku (-isch). Enn fremur
enda mörg erlend landaheiti á -ía og er óljóst hvemig greina eigi lýs-
ingarorð mynduð af þeim. Þetta sést vel við samanburð á eftirfarandi
orðum:
(2)a. búlgarskur, jórdanskur, makedónskur, mongólskur, rúmenskur,
slóvenskur
b. belgískur, bólivískur, bosnískur, brasilískur, eþíópískur,
gambískur, georgískur, indónesískur, kambódískur, kenískur,
kólumbískur, króatískur, líberískur, malasískur, míkrónesískur,
moldavískur, namibískur, nígerískur, sambískur, sádiarabískur,
slóvakískur, sómalískur, tansanískur
1 lið (2a) eru lýsingarorðin greinilega mynduð með viðskeytinu -sk-.
Orðhlutinn -ía í hliðstæðum landaheitum (Búlgaría o.s.frv.) er jafn-
gildur endingu eða viðskeyti og orðin greind sundur með hliðsjón af
því. í lið (2b) em orðin mynduð með -sk- eða -isk- en ómögulegt er að
segja hvort viðskeytið er þar á ferðinni. Ef einnig hér er gert ráð fyrir
viðskeytinu -sk- þá hljóta nafnorðin (Belgía o.s.frv.) að vera sundur-
greind á annan hátt en í fyrra tilfellinu, þ.e. sem stofn + -a. Sé hins
vegar gert ráð fyrir að þau séu sundurgreind á sama hátt (stofn + -ía)
þá er um að ræða viðskeytið -ísk-.
5 Viðskeytið -isk- er hér og áffam ritað með í, í samræmi við framburð og algeng-
asta rithátt i nútímamáli.
6 Sbr. Sigurd 1965 fyrir sænsku; um 65% þeirra dæma sem hann tilgreinir enda
á -isk-.