Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 92
90
Veturliði G. Óskarsson
mónaciskur
nauriskur
rúandiskur
trinidadiskur
túnisiskur
úgandiskur
zairiskur
mónakóskur
nárúskur
rúandískur (rúandskur 2003)
trínidadískur
túniskur
úgandískur (úgandskur 2003)
zaireskur/saímeskur
laoskur
lesótóskur
b. laotiskur15
lesothiskur16
Þótt -ísk-orð séu færri í yngri listanum en þeim eldri bera þau með sér
að þetta viðskeyti er litið öðrum augum en -ansk- og viðurkennt sem
nothæfit orðmyndunarviðskeyti. Sá munur er þó á að í yngri listanum
er það ævinlega skrifað með ‘í’, sem líklega er nær eðlilegum fram-
burði en ritháttur með ‘i’. Reyndar var í eldri listanum gerður munur
á viðskeytinu og -í+sk- þar sem í tilheyrði stofni, t.d. skrifað kanadisk-
ur með ‘i’, en kólumbískur með ‘í’, en þar var trúlega á ferðinni til-
raun til að greina á milli uppmna fremur en framburðar.
Þegar hugað er nánar að orðunum í (13) er þrennt einkum eftirtekt-
arvert. í fyrsta lagi sýna þessi orð að í yngri listanum er tökuviðskeyt-
ið -ísk- viðurkennt sem nothæft í lærðri, íslenskri orðmyndun. í öðm
lagi má giska á að samhljóðaklasamir -nksk- og -(ri)dsk- hafi verið
taldir of miklir tungubrjótar til að orðmyndimar grenadskur, kanadsk-
ur, rúandskur, srílankskur, trínidadskur og úgandskur kæmu til
greina. (í listanum er reyndar stungið upp á orðmyndunum antígskur
og níkaragskur, með samhljóðaklasanum -gsk- sem er ekki miklu
þjálli en hinir fyrmefndu.) Það hefði vitanlega verið tilgangslaust að
leggja til kanadskur í stað kanadískur, sem á sér gróna hefð í íslensku
máli, en hefði e.t.v. komið til greina með hin orðin — og í yngstu
gerðinni (2003) hefur sú leið reyndar verið farin með þrjú af þessum
orðum: Skipt er á -ísk- og -sk- og eftir standa orðmyndimar srílanksk-
ur, rúandskur og úgandskur. í þriðja lagi er athyglisvert að stungið er
upp á orðmyndinni litháískur, auk litháskur, en ekki litháenskur sem
15 Da. laotisk.
16 Da. lesothisk.