Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 98
96
Þorsteinn G. Indriðason
hægt að orða þetta svo að bundnir liðir hafí einkenni bæði sjálfstæðra
orða og viðskeyta (sjá nánar í 3. kafla).
Efnisskipan greinarinnar er á þá leið að í 2. kafla verður rætt al-
mennt um þann mun sem er formlega og merkingarlega á sjálfstæðum
orðum, bundnum liðum og viðskeytum. í 3. kafla eru sýnd ýmis stig
málfræðingar og dæmi um hana. í 4. kafla verða sýnd dæmi um
þrenns konar notkun líki í íslensku og í framhaldi af því verða færð
rök fyrir málfræðingu líki. í 5. kafla eru svo dregnar saman helstu nið-
urstöður.
2. Sjálfstæð orð, bundnir liðir og viðskeyti
í þessum kafla verða rædd ýmis einkenni sjálfstæðra orða, bundinna
liða og viðskeyta í þeim tilgangi að draga fram mun á þessum flokk-
um og bera saman við líki seinna meir. Byrjað verður á því að fjalla
um formleg einkenni þeirra og síðan vikið að merkingarlegum ein-
kennum.
Það er einkum femt sem skilur sjálfstæð orð formlega frá bundn-
um liðum og viðskeytum. í fyrsta lagi eru það einungis orðin sem geta
staðið sjálfstæð, viðskeyti geta aðeins staðið með gmnnorðum sínum
og hið sama má í flestum tilvikum segja um bundna liði þótt einnig
finnist dæmi um sjálfstæð afbrigði þeirra (sjá 3. kafla). í öðm lagi geta
sjálfstæð orð verið fyrri liðir samsetninga, sbr. grænmetis-verð. í þeirri
stöðu geta bundnir liðir sjaldnast verið, sbr. *metis-verð, og alls ekki
viðskeyti, sbr. kennara-samband en ekki *ara-samband.' í þriðja lagi
em sjálfstæð orð opinn flokkur. Hægt er að bæta við hann eftir þörf-
um en bundnir liðir og viðskeyti em allt að því lokaðir flokkar. Ekki
verður bætt við þá nema við málfræðingu sjálfstæðra orða yfir í við-
skeyti, sbr. viðskeyti eins og -legur og -dómur, eða aðlögun erlendra
viðskeyta að málinu, sbr. t.d. viðskeytið -heit sem komið er úr þýsku
upphaflega. f fjórða lagi em það svo aðeins sjálfstæð orð sem geta
verið gmnnorð með viðskeytum, sbr. kenna - kennari, en hvorki
1 Eina dæmið sem ég hef fundið um bundinn lið sem fyrri lið í samsetningu er
lyndis-einkunn (en lyndi kemur reyndar einnig fyrir í orðasambandinu að leika í
lyndi).