Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 100
98
Þorsteinn G. Indriðason
3. Málfræðing og dæmi um hana í íslensku
í inngangskaflanum var minnst á mismunandi stig málfræðingar í ís-
lensku og í þessum kafla er ætlunin að lýsa þeim og þá um leið því
hvað fólgið er í málfræðingu. Hopper og Traugott (1993:2) skilgreina
málfræðingu frá sögulegu sjónarmiði sem „subset of linguistic
changes through which a lexical item becomes more grammatical“.
Sem dæmi um slíka málfræðingu nefna Hopper og Traugott
(1993:40-41) að viðskeytin -hood, -dom og -ly í ensku séu öll komin
af nafnorðunum had, dom og lic, sem höfðu merkinguna ‘condition’,
‘state, realm’ og ‘body, likeness’, og að þau hafi tengst öðrum nafn-
orðum til þess að mynda naíhorð, sbr. cild-had > child-hood ‘bemska’,
freo-dom > free-dom ‘frelsi’ og man-lic > man-ly ‘karlmannlegur’.
Athyglisvert er að lic hafði svo að segja sömu merkingu og líki hefur
í nútímaíslensku. Þannig hafði man-lic hér áður fyrr merkinguna
‘body of a man, likeness of a man’, sbr. manns-líki, en man-ly hefur
nú merkinguna ‘karlmannlegur’.
Málfræðingin felst þá í því að sjálfstæð orð fara að gegna hlut-
verki málfræðilegra eininga, þ.e. viðskeyta.2 Þetta gerist yfirleitt á
löngum tíma og getur gerst í fleiri þrepum. Viðskeytið þarf ekki að
öðlast málfræðilegt hlutverk þegar í upphafi og það er einnig vel
þekkt að sjálfstæða orðið og viðskeytið geta lifað hlið við hlið í mál-
inu en hafa þá ólíku hlutverki að gegna. í skýmstu tilvikum málfræð-
ingar hefur sjálfstæða orðið horfið og eftir stendur viðskeytið eitt. 1
íslensku finnast töluvert mörg dæmi um málfræðingu (sjá t.d. Hall-
dór Halldórsson 1976) og má hugsa sér a.m.k. tvö stig hennar, sbr.
(1):
(l)a. Sjálfstæða orðið hefur breyst í viðskeyti og er í flestum tilvik-
um horfið úr málinu.
b. Sjálfstæða orðið og viðskeytið lifa hlið við hlið í málinu en
gegna ólíkum hlutverkum.
2 Ymsar aðrar tegundir málfræðingar eru til. Nefna má umbreytingu nafnorða
yfir í forsetningar, forsetninga yfir í nafnorðsendingar, nafhorða yfir í fomöfn og for-
nafna yfír í sagnendingar.