Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 102
100
Þorsteinn G. Indriðason
ans (á eftir dæmunum er tilgreindur aldur og síðan heimild; leturbreyt-
ingar eru mínar):4
(2)a. Fólk talar því um ýmiskonar lendi og gróðurlag eða graslag,
svo sem vallendi, mýrlendi, mólendi, skóglendi. 20fm (SStPlt)
b. En þar sýndi hún svona fljótt lyndi sitt, þá fari hún vel. 19m
(JóhHjaltDjúp)
c. helldur stilla so Læte og Limaburde / ad Menn geta ecke orded
aaskynia umm / hvad þeim bijr innan Briosts. 18m (JersL V)
d. Sviptust títt um völlinn vítt, / voru þá brögð í neyti lögð. 17m
(KolbGrSvr)
e. Hans var mestur huldur gerð / hundrað punda neyti. 17m (Kolb-
GrSvr)
Líki á ýmislegt sameiginlegt með bundnu liðunum og reyndar telur
Sigurður Konráðsson (1989:10) það vera í hópi þeirra. Liðurinn er tví-
kvæður og endar á -i og er að mestu leyti að finna sem hluta af orði.
Til er sjálfstætt afbrigði af honum og hér má einnig benda á að lyndi
og læti koma fyrir í föstum orðasamböndum rétt eins og líki, sbr. í líki
einhvers, að leika í lyndi og aó kunna sér ekki lœti (þar sem lœti virð-
ist reyndar í fleirtölu).
Svarið við spumingunni um það hvort bundnir liðir séu einnig af-
sprengi málfræðingar er ekki að fullu ljóst. Einkenni þeirra líkjast að
vissu leyti því sem er á ferðinni í (lb) þó að það sé ekki alls kostar
sambærilegt. Því veldur einkum að bundnu liðimir em afleiddar myndir
sjálfstæðra orða en það er ekki hægt að segja um tengsl t.d. -háttur í
viðtengingar-háttur og aula-háttur. Það sem hins vegar er áhugavert
hér er spumingin hvers vegna þessar afleiddu myndir eins og -degi,
-meti og -gresi geta ekki staðið sjálfstæðar eins og önnur afleidd orð.
í þessum kafla hefur verið rætt um tvær tegundir eða tvö stig mál-
fræðingar, sbr. (1). Gera verður því skóna að meint málfræðing líki
falli í flokk (lb) þar sem dæmi finnast um sjálfstæða notkun orðsins.
4 Skýringar á aldri dæma: 20fm: á mörkum fyrsta þriðjungs og miðbiks 20. ald-
ar (1901-1933,1934-1967), 19m: miðbik 19. aldar (1834-1867) og t.d. 18m: miðbik
18. aldar (1734-1767).