Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 119
Sjálfs mín(s) sök?
EIRÍKUR RÖGNVALDSSON
Inngangur
Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakennari á Akureyri, heldur úti
málfarspistlum á netinu þar sem hann bendir á sitthvað sem hann tel-
ur betur mega fara í máli fólks.1 Sverrir Páll hikar ekki við það að
segja skoðun sína og fella dóma sem ég er reyndar iðulega ósammála.
Pistill hans 7. apríl 2005 hét Sjálfs mín sök og er svohljóðandi:
Sjálfs mín sök
Spurt er hvort réttara sé að segja sjálfs sín eða sjálfs síns. Ég tel að sjálfs
mín sök sé rétt, vegna þess að þetta er sök mín (sjálfs) (ekki sök míns),
alveg eins og sök þín (sjálfs) og þá væntanlega líka sök sín (sjálfs), því
enginn er dómari í sjálfs sín sök.
http://www.ma.is/kenn/svp/pistlar/april05.htm
i fljótu bragði kann það að virðast eðlilegt að prófa að sleppa sjálfur
°g sjá hvemig það sem þá stendur eftir hagar sér. Vitanlega er það rétt
að við segjum sök mín eða mín sök en ekki *sök míns eða *míns sök.
Eu þessi aðferð gengur ekki alltaf upp, t.d. ekki í síðasta dæminu; við
getum nefnilega ekki talað um *dómara í sín sök.
Nú eru báðar myndimar, sín og síns, vitanlega fullgildar fomafns-
^uyndir. Sú síðamefnda er eignarfall eintölu í karlkyni og hvomgkyni
af afturbeygða eignarfomafninu sinn, en sú fyrmefnda getur bæði
verið eignarfall afturbeygða fomafnsins sig og nf.et. í kvenkyni og
nf. og þf.ft. í hvomgkyni af sinn. Vandinn er sá að hvomgt á við í
sarnbandinu sjálfs sín sök. Þar mætti búast við eignarfomafni sem
stæði rneð sök, en það ætti þá að vera í sama kyni, tölu og falli, og
Slrtn í kvenkyni, eintölu og þágufalli er sinni, ekki sín — sbr. viss í
sinni sök.
Þessi fluga á uppruna sinn í erindi sem flutt var á málþingi 29. október 2005 í
Þlefni þess að eitt hundrað ár voru liðin frá fæðingu Bjöms Guðfmnssonar. Ég þakka
oskuldi Þráinssyni og tveim ónafngreindum yfirlesurum fyrir gagnlegar athuga-
semdir.
íslenskt
mál 28 (2006), 117-130. © 2007 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.