Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 121
Sjóilfs mín(s) sök?
119
Því fer þó fjarri að öll dæmi um eignarfomafn með sjálfur í fomu
máli séu á þennan veg. Lítum aðeins á hvað Fritzner hefur um málið
að segja í orðabók sinni.
Istedetfor at sætte Pron. sínn i samme Kasus som Substantivet, som der-
ved skal betegnes som en tilhorende, sættes det stundom i Gen.
(Neutr.?) som styret af dette Substantiv, [...] er þat mítt ráð, at vér skil-
imk hér, okfari [þér] síns veg hverr [...]. Denne Anvendelse af síns er
vistnok Oprindelsen til Konstruktionen sjalfs síns (o: sin egen), f. Ex.
minni sjalfs síns istedenfor, hvad man heller skulde vente, minni sjalfs
sítt\ medens en Misforstaaelse af denne Konstruktions Oprindelse og
rette Mening har givet Anledning til Udtryksmaader som sjalfrar sínn-
ar o.s.v. [...] (Fritzner 1954:246).
Það er í sjálfu sér ekkert undarlegt að þetta samband taki breytingum.
Eins og sést í dæmunum hér á undan fara merkingarleg og setninga-
fræðileg skil nefnilega ekki saman. Setningafræðilega stendur eignar-
fomafnið með nafnorðinu, en það myndar aftur á móti merkingarlega
heild með sjálfur. Það er vandalaust að fínna fjölda dæma af því tagi
sem Fritzner nefnir í fomritum. Hér em sýnd þrjú mismunandi sam-
bönd.
(2)a. og veitti hann Þorvarði mikið lið [með [[sjálfs síns] fram-
kvæmd]] og rösklegri framgöngu {Þorgils saga skarða, s. 701-
2)
b. Tel eg brœður þína hafa fallið ógilda [á [[sjálfra sinna] verk-
um]]. (Egils saga, s. 470)
c. þói varð seld ffá honum brott [með [[sjálfrar þinnar] syndum]].
(Heilagra manna sögur I, s. 463)
Eins og homklofamir eiga að sýna stendur eignarfomafnið hér hlið-
stætt með sjálfur í stað þess að vera hliðstætt nafnorðinu. sjálfur þigg-
Ur sem íyrr kyn og tölu frá undanfara sínum.
Munurinn á dæmunum í (1) og (2), fyrir utan sambeyginguna, er sá
að röð orða er önnur — í (1) er sjálfur á efitir eignarfomafhinu í stað
t>ess að standa á undan því eins og í (2) og langflestum dæmum frá
Slðari öldum og úr nútímamáli. Eins og ónafngreindur yftrlesari bend-