Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 124
122
Eiríkur Rögnvaldsson
Þessi breyting verður bæði í samböndum þar sem upphaflega var eign-
arfomafn og í samböndum með upphaflegt persónufomafn eða aftur-
beygt fomafn, og ekki verður annað séð en bæði samböndin fylgist að
í tíma.
Snemma á 20. öld segir Jakob Jóh. Smári (1920:120):
[...] þegar í fomísl. gat fomafnið lagað sig eftir »sjálfur« í kyni, tölu og
falli (t.d. sá er kirkju lét gera af sjálfs síns fé, með höndum sjálfra sinna);
þessi villa færðist síðan inn í eignarf. persónufomaíhanna (t.d. koma til
sjálfs síns, sjálfrar sinnar) og er nú algeng í tali, ásamt þeirri villu, að
eignarfomafnið breytir tölunni í »sjálfur« (t.d. þeir komu til sjálfs síns,
f. þeir komu til sjálfra sín).
2. sjálfs sín(s) í nútímamáli
2.1 Sambönd sem koma Jyrir
En hvemig er ástandið í byrjun 21. aldarinnar? Nú eigum við þess allt
í einu kost að fá miklu betri yfírsýn yfír málnotkun venjulegra málnot-
enda en dauðhreinsaðir prentaðir textar gefa okkur. Nú getum við leit-
að að dæmum á netinu, og þar em allir jafnir — engin ritskoðun, eng-
ir prófarkalesarar, engin mállögregla, engin netlögregla. Ég hef notað
leitarvélina Google til að leita að dæmum um eignarfall af sjálfur með
ýmsum myndum eignarfomafna. Afrakstur þeirrar leitar birtist í næstu
dæmum.
Hér koma fyrst dæmi um sjálfur í eignarfalli eintölu karlkyns (eða
hvomgkyns), með eignarfomafni — eða eignarfalli persónufomafns
eða afturbeygðs fomafns — á eftir. Tölumar vísa til dæmafjöldans
sem Google fann (í október 2005) — fyrst heildartíðnin, en síðan tíðni
hvers einstaks sambands. Hér má sjá að bæði sín og síns er mjög al-
gengt, og ekki ýkja mikill munur þar á. Ég legg áherslu á að ekki má
taka tölumar of hátíðlega — bent hefur verið á að þær tölur sem
Google gefur upp um leitamiðurstöður em óáreiðanlegar. Samt sem
áður gefa þær góða vísbendingu um hlutfollin.
(7)a. sjálfs mín/þín/sín — 1919 (404/596/919)
Höfundur hefur einkarétt til að gefa út safn af sjálfs sín fram-
lagi til umræðna.