Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 128
126 Eiríkur Rögnvaldsson
[Úr dómi yfírdóms:] Eptir réttarvenju þeirri, sem nú gengr um allt land
og lengi hefir gengið, eru leiguliðar skyldir að við halda á sjálíra sinna
[sic] kostnað kúgildum þeim, er ábýlisjörðum þeirra fylgja [...] (Þjóð-
ólfur 6. sept. 1862, s. 152)
Hér vekur blaðið sérstaka athygli á sjálfra sinna í texta dómsins með
því að setja [sic] á efitir því, og bendir það til að greinarhöfundur telji
þetta samband ókunnuglegt eða rangt. En ekki hafa þó allir verið
þeirrar skoðunar á þessum tíma:
[Ritstjóri Þjóðólfs] hefur þar fengið sjer tvö orðatiltæki í dóminum til að
hæðast að, annað þessara orðatiltækja er, að í dóminum stendur:
»sjálíra sinna«, sem með öllu er rjettmæli og tíðkanlegt í daglegu tali
t.a.m. »sjálfra sinna vegna«, þó herra lögfræðingurinn ekki virðist vita
það, því hann væri annars ekki að hæðast að því [...] (Islendingur 12.
sept. 1862, s. 67)
2.4 Ósamrœmi milli sjálfur og undanfara
í þeim dæmum sem við höfum séð fram að þessu hefur sjálfur staðið
í eignarfalli sem ýmist stjómast af nafnorði, sögn eða forsetningu.
Kyn og tölu hefur sjálfur hins vegar yfirleitt þegið af undanfara sín-
um. Þetta er þó ekki algilt. Það er töluvert um að myndir karl-
kyns/hvorugkyns eintölu, sjálfs sin og sjálfs síns, vísi til undanfara í
kvenkyni eða fleirtölu, þar sem búast mætti við sjálfrar eða sjálfra.
Þetta er reyndar ekki nýtt — ég hef fundið dæmi um það allt frá 16.
öld. Fyrstu tvö dæmin hér á efitir em úr safni Orðabókarinnar en hin af
netinu.
(13)a. að konan fæði í sjálfs síns rúmi. (1846)
b. Varla erþessi veröld enn til hálfs / vöknuð enn og komin til sín
sjálfs. (19s)
c. Kristrún í Hamravík bar einnig höfuðið hátt fyrir sjálfs síns
hönd.
d. Hún gerði fyrst kröfur til sjálfs sín og síðan til annarra.
e. Þœr gera miklar kröfur til sjálfs síns og hlaða á fleiri verkum
en tíminn rúmar.