Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 131
129
Sjálfs mín(s) sök?
ur dómari í sök sinni sjálfs, sem er ótækt í nútímamáli. Myndin sjálfs
síns (sök) virðist þó vera einhöfð langt fram á 19. öld en eftir það fer
að bera á myndinni sjálfs sín (sök) sem verður ríkjandi á 20. öld og er
ein talin rétt. Myndir með -s eru þó mjög algengar, a.m.k. í óformlegu
máli.
Niðurstaða mín er sú að það verði að greina umrædd sambönd sem
sérstakt tvíyrt fomafn, í stað þess að greina þau sem samband sjálfur
og eignarfomafns. Ástæðan er sú að þau haga sér öðmvísi í beygingu
en hvor liður um sig. Þau haga sér reyndar líka öðmvísi setningafræði-
lega en það er ekki til umræðu hér. Hitt er svo annað mál í hvaða flokk
fomafna þessi sambönd eigi að falla.
Og að lokum: Hvað er þá rétt? Því svarar hver fyrir sig, en mér
fínnst engin rök vera til þess að amast við sjálfs síns og mæli þess
vegna með því að það sé viðurkennt, ásamt sjálfs sín/sjálfri sín/sjálfr-
ar sín.
HEIMILDIR
Dœmi: Fommálsdæmi í greininni eru tekin úr útgáfum Svarts á hvítu á íslendinga
sögum (1985-86) og Sturlungu (1988), og útgáfu Máls og menningar á
Heimskringlu (1991). Dæmi frá 16.-19. öld eru sótt í söfn Orðabókar Háskólans
(ýmist Ritmálssafh eða Textasafn). Þar er alls staðar er vísað til heimildar og því
þótti ástæðulaust að tilgreina einstök rit hér. Nútímamálsdæmi eru tekin af net-
inu. Eg hef ekki séð ástæðu til að vísa í þær vefsíður þar sem dæmin er að fínna,
en varðveiti gagnagrunn með nánari upplýsingum um hvert dæmi — bæði slóð
og hvenær dæmið var sótt.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1990. íslensk orðhlutafrœði. Kennslukver handa nemendum á
háskólastigi. 4. útg. Málvísindastofnun Háskóla íslands, Reykjavík
Eritzner, Johan. 1954. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Nytt uforandret opp-
trykk av 2. utgave (1883-1896) med et bind tillegg og rettelser redigert av Did-
nk Arup Seip og Trygve Knudsen. Tryggve Juul Moller forlag, Oslo.
Jakob Jóh. Smári. 1920. íslenzk setningafrœði. Bókaverzlun Ársæls Ámasonar,
Reykjavík. [Endurprentuð 1987 hjá Málvísindastofnun Háskóla íslands, Reykja-
vik.]
Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=
innsl
Textasafn Orðabókar Háskólans. http://www.lexis.hi.is/corpus/leit.pl
°runn Blöndal. 2005. Lifandi mál. Inngangur að orðræðu- og samtalsgreiningu.
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands, Reykjavík.