Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 133
Jótur,jútur,jötur og önnur skyld orð
GUÐRÚN KVARAN
1. Inngangur1
Fyrir um tuttugu árum skrifaði ég í þetta tímarit grein um orðin jötur,
jótur ogjútur (Guðrún Kvaran 1987) þar sem megináherslan var lögð
á heimildir úr síðari alda máli, einkum úr mæltu máli. Orðin hafa öðru
hverju rifjast upp fyrir mér og varð því úr að ég tæki þau fyrir aftur á
nokkuð annan hátt og reyndi að leita skyldra orða í öðrum germönsk-
um málum. Ekki verður hjá því komist, lesandans vegna, að eitthvað
þurfí að endurtaka en það ætti ekki að koma að sök.
Uppruni og merking orðanna jótur, jútur, jötur hafa vafist fyrir
orðabókarmönnum og orðsifjafræðingum. Orðið jótur hefur verið
skýrt sem ‘jaxl’ og sem ‘andlitsmein, krabbamein’, jötur sem
‘krabbamein’ en jútur sem ‘bólga, kýli’ og ‘stór og digur maður’.
Ekki gera allir ráð fyrir að um tvö orð sé að ræða. Ég mun leitast við
að varpa ljósi á að svo sé og reyna að sýna fram á uppruna beggja
orðanna. Fyrst verður heimilda leitað í fommálsorðabókum og athug-
uð hvað þar er að finna um merkingu og beygingu orðanna. Þá mun
eg leita að yngri heimildum, bæði í prentuðum orðabókum og í skrám
Orðabókar Háskólans. Eftir það sný ég mér að heimildum fommáls-
orðanna til að komast að raun um hvemig orðin eru þar skrifuð. I
naesta kafla verður rakið hvað fræðimenn hafa haft að segja um upp-
^unann og hvort þeir gera bæði ráð fyrir orðunum jótur og jötur. Þá
verður kafli um spuminguna: Em jótur og jötur eitt eða tvö orð? Þar
verða settar fram hugmyndir um merkinguna, uppmnann og tengsl
Vlð önnur germönsk mál en í sjöunda kafla verða niðurstöður dregn-
ar saman.
1 Haraldi Bemharðssyni ritstjóra og tveimur óþekktum yfirlesumm þakka ég
8agnlegar ábendingar.
hlenskt
mál 28 (2006), 131-150. © 2007 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.