Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 134
132
Guðrún Kvaran
2. Fornmálsorðabækur
Fyrsta útgáfa af orðabók Fritzners kom út 1867. Þar er merkingin við
flettunajótr ‘en af Munden fremstaaende Tand?’ og gefið dæmið: „and-
litsmein þat er menn kalla jótur“ (Fritzner 1867:335). Ef litið er í aðra
útgáfu hefur flettunni verið breytt og nú stendur þar við jótr: „jótr, m. =
jaxl“ (Fritzner 1886-96, 2:242). Tilvísun er til annars bindis Snorra-
Eddu (Edda Snorra Sturlusonar 1848-52, 2:494) og til fyrsta bindis
Biskupa sagna (1858:611). Dæmið úr Biskupa sögum er hið sama og
áður (1858:611). Hvorki jútr né jQtur eru flettiorð í orðabók Fritzners. í
yngra viðbótarbindi við orðabókina (Fritzner 1972:186) er flettan leið-
rétt. Þar stendur við jótr: „horer ikke hit“ og vísað er til orðsins jata. Við
jata (Fritzner 1972:186) stendur þessi viðbót: „jgtur (pl) kreft = eta“.
Síðan er tekið upp dæmið úr Biskupa sögum og tilgreint að það eigi ekki
heima undir flettunni jótr. Vísað er í grein eftir Reichbom-Kjennerud
(sjá síðar). Beygingar er ekki getið í orðabókinni.
í orðabók Eiríks Jónssonar (1863:283) yfir foma málið er flettan
jótr. Hún er sögð enda í eignarfalli eintölu á -5 og í nefnifalli fleirtölu
á -ar en spumingarmerki er við þá endingu og sömuleiðis er spuming-
armerki við kynið. Eiríkur hefur líklegast ekki verið viss um hvort r-
ið væri stofnlægt eða ekki. Merkingin er sögð ‘kindtand’, þ.e. ‘jaxl’.
Engin tilvitnun er til heimildar en þar sem bók Eiríks kom út á undan
orðabók Fritzners hefur hann heimild sína ekki þaðan. Eiríkur nefnir
líka sögnina að jótra og vísar í jórtra. Þar kemur fram að hann lítur á
myndina jótra sem þá uppmnalegu og tengda nafnorðinu jótr. Hann
hefúr flettuna eta í merkingunni ‘jata’ (1863:114), í fleirtölu etur en
nefnir engin tengsl við jótr.
í orðabók Cleasby-Vigfússonar, sem fyrst kom út 1874, er flettan
jótr og eignarfall eintölu sagt jótrs, þ.e. með stofnlægu r-i (Cleasby-
Vigfússon 1957:327). Sömu heimildir em nefndar og í Fritzner, þ.e.
Snorra-Edda og Biskupa sögur, en að auki er bent á 17. vers Þórsdrápu
Eilífs Goðrúnarsonar (sjá síðar). Merkingin í Þórsdrápu er sögð ‘a
canine tooth’ en í Eddu og Biskupa sögum ‘face disease’. Undir flett-
unni eta, sem sögð er merkja ‘crib, manger’, kemur fram að orðið
merki einnig ‘cancer’ og heimildin er sögð Magnús saga jarls. í nú-