Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 135
Jótur, jútur, jötur og önnur skyld orð 133
tímamáli sé notað áta eða átumein í þeirri merkingu (Cleasby-Vigfús-
son 1957:134).
Fommálsorðabókin í Kaupmannahöfn (Ordbog over det norrone
prosasprog) hefur ekki önnur dæmi um jótr en þegar hafa verið nefhd
úr Biskupa sögum og Snorra-Eddu samkvæmt upplýsingum Þorbjarg-
ar Helgadóttur.
I Lexicon poeticum Sveinbjamar Egilssonar (1860:452) er jótr
skýrt með latneska orðinu ‘maxilla’, þ.e. ‘kinn, kjálki’, en einnig
‘dens’, þ.e. ‘tönn’ og ‘lapis’, þ.e. ‘steinn’. Vísað ertil orðsins jotr með
tilvitnun til Snorra-Eddu og í sviga fýrir aftan er sett skýringin ‘iaxl’.
Sveinbjöm nefnir undir sömu flettu sögnina að jórtra og vísubrot eftir
Illuga Bryndælaskáld. í annarri útgáfu á orðabók Sveinbjamar
(1966:330), sem Finnur Jónsson sá um, er jótr skýrt sem ‘kindtand’ og
er dæmið, sem vísað er til, fengið úr fyrmefndri lausavísu. í vísunni er
notuð kenningin heiðar jótra Hlín um konu. í orðabókinni er einnig
flettan vegjótur ‘vej-kindtand, sten’ úr Þórsdrápu (Sveinbjöm Egils-
son 1966:601). í báðum tilvikum er ljóst að r-ið er stofnlægt (sjá síð-
ar). Lýsingarorðið jótraðr ‘öróttur, hmkkóttur’ er einnig nefnt (Svein-
bjöm Egilsson 1966:330) og er dæmið úr vísu í Gautreks sögu.
í orðabók Hægstads og Torps (1909:212) yfir foma málið er flett-
^njótr og merkingin sögð ‘jaxl’ en einnig ‘andlitsmein’. Ekkert er
sagt um beygingu orðsins. Sama er að segja um orðabók Leivs
Heggstads (1930:333). Þar er þó sú viðbót að innan sviga stendur „for
JQtur“ með spumingarmerki.
Tafla 1: Heimildir í fommálsorðabókum.
Orð
Merking
Beyging
jótr
jótr
jótr
‘jaxl’
‘Kindtand’ -s, -ar (?)
‘canine tooth; face ef.jótrs
disease’
‘kindtand’
‘kreft’ —
‘jaxl; andlitsmein’
‘jaxl; andlitsmein’
‘tygge’; spec. ‘tygge Dröv’ (-aða, -at)
Heimild
Fritzner 1886-96
Eiríkur Jónsson 1863
Cleasby-Vigfusson
1874 [1957]
Sveinbjöm Egilsson 1860
Fritzner 1972
Hægstad og Torp 1909
Heggstad 1930
Eiríkur Jónsson 1863