Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 142
140
Guðrún Kvaran
hangar tjálgur,
hár úlfgrátt,
hijúfan háls,
húð jótraða.
Eins og sjá má prentar Finnur „iotrada“ med ‘o’ í A-hlutanum en aft-
ur á móti „liötan“ og „triönu“ með ‘ö’. Ekki virðist mikið upp úr þessu
leggjandi þar sem „iotun“ (=jötunn) er í 24. vísu með ‘io’, „hgndum“
í sömu vísu með ‘g’, „skiolld“ (= skjöld) í 14. vísu (bls. 326) með ‘io’.
í þessum kafla var farið yfir þær fomu heimildir sem vitað er um
í þeim tilgangi að kanna hvort ritháttur getið varpað ljósi á orðmynd-
imar. Þessar fomu heimildir em ekki margar, í raun aðeins fímm:
Snorra-Edda, Guðmundar saga (B- og C-gerð), lausavísa Illuga Bryn-
dælaskálds, Þórsdrápa og Gautreks saga. Ef litið er í útgáfu Kocks
(1946-49) er enginn munur á vísu Illuga (1946-49, 1:178), Þórs-
drápu (1946-49, 1:78) eða Gautreks sögu (1946^49, 2:188) frá lestri
Finns. Líklegasta túlkun ritmyndanna í þessum heimildum kemur
fram í töflu 3.
Tafla 3: Líklegasta túlkun ritháttar elstu þekktu dæma.
Heimild Túlkun ritháttar
Snorra-Edda jó-
Guðmundar saga B og C jö/je-
Illugi Bryndælaskáld jó-
Þórsdrápa jó-
Gautreks saga jó-
Guðmundar saga er eina heimildin um merkinguna ‘andlitsmein’. Þótt
skrifari elsta handritsins greini ekki kerfísbundið á milli sérhljóðanna
o, ó og ö styður myndin jetur í tveimur 17. aldar handritum sögunnar
leshátt með jö- eins og rætt verður nánar í 6. kafla.
Hin fáu dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókarinnar úr síðari
alda máli bæta ekki miklu við vitneskjuna úr fomu máli en nokkrar
heimildir er að fá úr talmálssafninu eins og bent var á.