Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Side 143
141
Jótur, jútur, jötur og önnur skyld orð
5. Umfjöllun fræðimanna
Lítið hefur verið skxifað um umrædd orð nema í umfjöllun um orða-
bækur eða í orðsiíjabókum. Elsta umfjöllun, sem ég hef rekist á, er
eftir Karel Vrátný sem birti ritdóm um orðabók Fritzners í Arkiv för
nordisk filologi (Vrátný 1913:179). Hann benti á að jótr væri röng
niynd, í textanum stæði jótur. Það væri aftur á móti sama orð og etur
í kvenkyni fleirtölu í merkingunni ‘krabbamein’ og jótur stæði fyrir
jotur, jötur, jQtur, í raun kvenkyn fleirtala af jata eins og etur er kven-
kyn fleirtala af eta í sömu merkingu.
Eta í merkingunni ‘jata’ er vissulega í orðabók Fritzners. Undir
merkingarlið 2 er fleirtölumyndin etur sögð merkja ‘krabbamein’.
Heimildin er úr sögunni af hinum helga Magnúsi eyjajarli: „etur í and-
Hti gera manninum því meira mein, sem þær lengr í liggja“ (Fritzner
1886-96, 1:353).
Sömu skoðunar og Vrátný er Reichbom-Kjennerud sem skrifaði
um orðið jata í umfjöllun um orðabók Fritzners í Mál og Minne 1946.
Hann telur að jata, í fleirtölu jQtur, sé hliðarmynd við eta í merking-
unni ‘jata’, í fleirtölu etur ‘krabbamein’. Hann telur engan vafa vera á
því að jótur í Biskupa sögum sé ranglega skrifuð upp og eigi að vera
JQtur. Hann skrifaði (Reichbom-Kjennerud 1946:164):
Er det brukt kvist over o (ð), kan dette lett bli mistydet sem ó. Nár de
norrone ordboker har til opslagsord et normalisert jótr for sagaens jótur,
er det vel med tanke pá u som svarabhaktivokal. Men denne er ikke ell-
ers brukt i sagaen og har dessuten ikkje hjemme i akkusativ.
ferdinand Holthausen hefur flettuna jötr í Wörterbuch des Altwest-
nordischen (1948:146), nefnir ekki beyginguna, gefur annars vegar
merkinguna ‘Backenzahn’ en hins vegar ‘Gesichtsentstellung’ og um
upprunann segir hann aðeins „Dunkel“ við báðar merkingamar. Hann
uefnir líka orðið jötraðr. Undir flettunni eta í kvenkyni gefur hann
fleirtöluna etur í merkingunni ‘krabbamein’. Undir flettunni jQtr
stendur að orðið sé kvenkyn fleirtala, merki ‘krabbamein’, og vísað er
Ul greinar Vrátnýs (1913).
Alexander Jóhannesson (1951:48) telur orðmyndina jútr í merk-
lngunni ‘bólga, kýli’ upp undir rótinni *eudh-, *öudh-, *udh- og álít-