Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 144
142
Guðrún Kvaran
ur að orðið geti átt þar heima, sé í fomíslensku jótr ‘jaxl, bólga í and-
liti’, skylt jótraðr ‘hmkkóttur’ og sögninni jórtra í nútímaíslensku
(fyrir jótra). Innan sviga segir hann síðan að hugsanlegt sé að tengja
jótr germönsku rótinni *juk- og endurgera *jeuhtra~, sbr. þýsku
jucken, fomensku gyccan, ensku itch. Fyrir þessu ber hann Asgeir
Blöndal Magnússon. Alexander hefur að líkindum þekkt sögnina að
jótra úr mæltu máli eða þá úr orðabók Eiríks Jónssonar (1863).
Alexander gerir ekki ráð fyrir myndinni jötur. Undir rótina *ed-
setur hann orðið jötukaun í merkingunni ‘krabbamein’ sem hann telur
hafa orðið til við sanmma orðanna átumein (átukaun) og jgtunuxi
(1956:53-54).
Orðabók Alexanders kom út í heftum á ámnum 1951-56. I lista
yfír tökuorð í íslensku í síðasta heftinu (1956:1039) virðist hann hafa
skipt um skoðun varðandi orðið jútur í merkingunni ‘kýli, bólga’.
Hann telur það frá austanverðu landinu og líklegast tekið að láni úr
mlþ. (j)údder ‘júgur’. Þá mynd hafði hann hugsanlega úr orðabók
Augusts Liibbens frá 1888 sem vísar frá myndinni uder í judder, sem
þó er ekki flettiorð, og gefur merkinguna ‘Euter’ (Lubben 1993:423).
Frá jútur vísar Alexander í rótina *eudh- í fyrsta heftinu en ekki virð-
ist lengur gert ráð fyrir beinum tengslum milli jótur ogjútur.
Næstur til að skrifa um orðið var Jan de Vries í Altnordisches
etymologisches Wörterbuch 1962. Hann skiptir merkingu orðsins jótr
í tvennt. Annars vegar telur hann karlkynsorðið jótr í merkingunni
‘krabbamein’, í nútímaíslensku jútr (rétt jútur) ‘bólga, kýli’ hugsan-
lega komið af <*jeuhtra og skylt fomenskugyccan, nútímaensku itch,
miðhollensku joken, jocken, jucken ‘klæja’. Þama telur hann sögnina
jórtra (í stað jótra) eiga heima og vísar um það til Alexanders. Hins
vegar telur hann jótr í merkingunni ‘jaxl’ geta haft gmnnmyndina
*euhtra eða *ehuþra ef jótr sé orðið til úr jgtr og væri þá hægt að
tengja það við jaxl (< *ehslá). Dómur hans um þessa ættfærslu er:
„Aber sehr unsicher“ (Vries 1962:294). Hann gerir enga tilraun til að
tengja orðið við kvenkynsorðið jata —jötur. Fyrsta útgáfa bókar de
Vries kom út í heftum og skrifaði Ásgeir Blöndal Magnússon ritdóm
um 2.-6. hefti í íslenzka tungu (1959). Hann gagnrýndi umfjöllun um
fjölda orða en meðal þeirra var ekki jótr.