Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 147
145
Jótur, jútur, jötur og önnur skyld orð
gerðinni styðja það en afkringingin jö > je er þekkt á 17. öld. Bjöm
Karel Þórólfsson (1925:xix) nefnir dæmi um þá breytingu í 17. ald-
ar kveðskap, m.a. mjeg f. mjög, kjer f. kjör,JJegur í.jjögur. Minna
má einnig á dæmið um jetur (skrifað: étur) ‘jötur’ í heimildinni frá
1840.
Dæmi er um sjúkdóminn jata/jötur í lækningabók séra Odds Odds-
sonar á Reynivöllum sem skrifuð er öðmm hvomm megin við alda-
mótin 1600 og er varðveitt í handriti (AM 700 a 4to). Oddur þýðir þar
latneska heitið cancer sem ‘átusár, jata, jötur’. Hann virðist því bæði
hafa þekkt eintölumyndina jata og fleirtölumyndina jötur um krabba-
mein.
Sveinn Pálsson ritaði grein í Rit Lœrdómslistafélagsins (1789:190-
91) og notaði orðin ‘áta, átumein, jötukaun, jetukaun’ sem þýðingar á
cancer og carcinoma:
Ata, Atumein, Jotu- edr Jetukaun (Carcinoma, cancer), nefniz og svo
krabbi og krabbamein, af þeim morgu vog=n0glum, og Krókóttu holum,
sem ná útí holdit ffá siálfú hofut^sárinu.
harna er aftur dæmi um jö > je en eintölumynd notuð í fyrri lið.
Sveinn hefur því bæði þekkt jötukaun og jetukaun um krabbamein en
ala og átumein var einnig vel þekkt nafn á sjúkdómnum. Óklofna
royndin etur, sem kemur fram í sögunni af Magnúsi eyjajarli, getur
stutt að lesið sé q en ekki ó. Af dæminu í Guðmundar sögu B er ekki
hægt að ráða hvort um sé að ræða karlkyn eintölu í þolfalli með stofn-
lægu r-i eða hvort þama sé kvenkyn fleirtölu af jata. Síðari kostinn tel
eg þó sennilegri. í yngri heimildum koma fram bæði myndir með ö, ef
Htið er til dæmanna hjá séra Oddi á Reynivöllum og Sveini Pálssyni,
°Sje hjá Sveini og í heimildinni frá 1840. „Ioturen“ hjá Guðbrandi
Horlákssyni getur bent til að þekkst hafi karlkynsmynd með stofnlægu
[ 1 sem er að öllum líkindum afbökun úr kvenkenndu fleirtölumynd-
lnni jötur.
Lesháttinn jQtur völdu bæði Vrátný og Reichbom-Kjennerud sem
leshátt í Guðmundar sögu og bentu á óklofnu myndina etur, þ.e.:
jata — jötur (klofín mynd)
eta — etur (óklofín mynd)