Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 149
147
Jótur, jútur, jötur og önnur skyld orð
geta að ekki tókst að finna dæmi um gotnesku sögninajukjan, sjá Leh-
mann 1986:212 og Magnús Snædal 1998).
Að svipaðri niðurstöðu og The Oxford English Dictionary kemst
Walter Skeat í Concise Etymological Dictionary of the English Lan-
guage undir flettunni itch (1980:269).
Wolfgang Pfeifer skrifar í Etymologisches Wörterbuch des
Deutschen (2000:601) við þýsku sögnina jucken að heimildir sé að-
eins að finna í vesturgermönskum málum og að hún og systursagnir
hennar í öðrum vesturgermönskum málum teljist til j'an-sagna. Upp-
runann telur hann óljósan.
I A Handbook of Germanic Etymology (2003:207) gengur Vladimir
Orel út ffá germönsku myndinni *jukkjanan þar sem hann ræðir um
þýsku sögnina jucken ‘klæja’ og skyldar sagnir. Hann reynir ífekari ætt-
færslu og telur sagnimar eiga rætur að rekja til *jeukenan, sbr. gotn.jiuk-
an ‘beijast, sigra’ (2003:206) en sú ættfærsla skýrir ekki íslensku orðin.
Asgeir var á réttri braut þegar hann hvíslaði í eyra Alexanders (og
Jan de Vries tók upp frá Alexander) að vinna mætti með germönsku
endurgerðina *jeuhtra-. Áður hefur verið bent á að ekkert styðji merk-
inguna ‘jaxl’, nær sé að telja hana vera ‘ójafna, misjafna, kýli, upp-
hlaup’. Ef gengið er út frá *jeuhtra- ‘upphlaup, óróleiki’ þá tengist
hún þeim vesturgermönsku sögnum sem áður hafa verið nefndar, nhþ.
juckeln ‘renna órólega fram og aftur’, ítrekunarsögn leiddri af jucken
‘klæja’, uppmnalega ‘vera órólegur’, ihþ. jucken ‘klæja’, fe. gyccan
°g mholl. joken. Þessar sagnir má tengja fomavestísku sögninni
yaozaiti ‘sýðurupp’ og yaozaiieiti (kásatífri sögn) ‘æsir upp’ (Lexikon
der indogermanischen Verben 2001:315-316).
Myndin jútur ‘stór og digur maður ... ’ er yngri framburðarmynd af
jótur.
Samantekt
i greininni vom dregnar saman þær heimildir sem fmna má um orðin
J°tur,jötur ogjútur í fommálsorðabókum (2. kafli) og í yngri heimild-
Um (3. kafli). Dregnar vom saman þær heimildir sem fommálsorðabæk-
urnar byggja á (4. kafli) og hvað ffæðimenn og höfundar orðsifjabóka