Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 154
152
Höskuldur Þráinsson
Áður en lengra er haldið má rifja upp að hugmyndin um afleiðslu
kemur ekki bara við sögu í setningafræði heldur er sams konar hugs-
un að baki þegar menn segja að ýmiss konar hljóðkerfisreglum sé beitt
á baklægar gerðir (e. underlyingforms) í hljóðkerfisfræði. Það er t.d.
gert þegar menn segja að óraddað /1/ í orðmyndum eins og gult komi
fram vegna virkrar samtímalegrar hljóðkerfísreglu í máli flestra ís-
lendinga sem tengi orðmyndir eins og þær sem eru sýndar í (2):
(2) kk. gul-ur, kvk. gul, hk. gul-t
Hin samtímalega afröddunarregla á þá að verka á orðmyndina gult af
því að hún er bundin við það að samhljóðið /1/ fari á undan /t/ (eða
/p,t,k/) og hún kemur því ekkert við sögu í karlkynsmyndinni gulur né
í kvenkyninu gul, en í öllum tilvikum liggur orðstofninn #gul-# að
baki og í honum er /1/ ekki óraddað.
Það er kannski auðveldara eða einfaldara að hugsa sér að ýmsar
hljóðkerfísreglur verki meðan menn tala en að hugsa um færslureglur
í setningafræði á þann hátt. Þó hafa ýmsir hljóðkerfisfræðingar hafn-
að afleiðsluhugmyndinni og vilja frekar lýsa staðreyndum um hljóð-
kerfi og samspil málhljóða með því að gera ráð fyrir ýmiss konar
hömlum (e. constraints). Slík aðferð hefur ekki síst verið þróuð inn-
an svonefndrar bestunarkenningar (e. optimality theory, OT, sjá t.d.
Kristján Ámason 2005:80, 95-98) og menn hafa einnig hafa reynt að
nýta slíkar aðferðir við lýsingu á setningagerð, þótt þær njóti mun
meiri hylli innan hljóðkerfísfræðinnar.
í þessari stuttu athugasemd eða flugu verður hins vegar ekki fjall-
að frekar um afleiðslu, reglur eða ferli í hljóðkerfisfræði heldur verð-
ur þess freistað að skýra hugtakið afleiðsla með því að bera saman
tengdar setningagerðir og svokölluð hljómhvörf í tónlist eða tónfræði.
Markmiðið er að sýna fram á að hugmyndin um afleiðslu í málffæði
almennt, og þá færslur í setningafræði sérstaklega, eigi sér hliðstæðu
í tónfræði og sú hliðstæða geti auðveldað mönnum að skilja tengslin
á milli afleiðslu annars vegar og málbeitingar hins vegar, þ.e. þess
sem gerist þegar menn tala. Sambandið á milli færslna í setningaffæði
og málbeitingar sé alveg hliðstætt við sambandið milli hljómhvarfa í