Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Qupperneq 160
158
Höskuldur Þráinsson
á því hvort hljómur er hafður í grunnstöðu, fyrstu eða öðrum hljóm-
hvörfum líkt og viðmælandi fínnur mun á því hvort andlag er í sinni
sjálfgefnu stöðu eða í kemur fyrir í upphafi setningar. En það er í raun
óþarft að ijölyrða meira um þetta því að ætlunin var aldrei að segja að
setningafræði væri alveg eins og tónfræði eða öll sömu lögmál giltu
þar. Markmiðið var aðeins að benda á tiltekin líkindi til skýrleiks-
auka.5
HEIMILDIR
Höskuldur Þráinsson. 1999. íslensk setningafrœði. 6. útgáfa. Málvísindastofnun Há-
skóla íslands, Reykjavík.
Höskuldur Þráinsson. 2005. Setningar. Handbók um setningafræði. Meðhöfúndar Ei-
ríkur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður
Sigurjónsdóttir og Þórunn Blöndal. íslensk tunga III. Almenna bókafélagið,
Reykjavík.
Jackendoff, Ray. 2002. Foundations of Language. Brain, Meaning, Grammar,
Evolution. Oxford University Press, Oxford.
Jóhannes Gísli Jónsson. 2005. Merkingarhlutverk, rökliðir og fallmörkun. í bókinni
Setningar, bls. 350-409. Ritstjóri og aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson. Með-
höfúndar Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir,
5 Það skiptir t.d. ekki máli í þessu sambandi að hvaða marki einstök stig í tiltek-
inni setningarafleiðslu eru ,jafngild“ eða hvort ákveðin færsla er sögð „skyldubund-
in“ eða ekki. Þegar setningafræðingar segja til dæmis að sögnin sá sé færð framfyrir
atviksorðið aldrei í afleiðslu setningar á borð við Hann sá aldrei [þennan lista] þá
eru þeir að lýsa því að aðalsögnin á í einhveijum skilningi heima inni í sagnliðnum
næst á undan andlaginu og þar með á eftir atviksorðinu aldrei, sbr. dæmi eins og
Hann hafði aldrei [séð þennan listaþ. Ef engin hjálparsögn er í setningunni er þessi
færsla aðalsagnarinnar skyldubundin, sbr. að röðin *Hann aldrei [sá þennan lista]
væri ótæk. Þessum venslum er gjama lýst með því að gera ráð fyrir sagnfærslu og sú
hugmynd er alveg sama eðlis og hugmyndin um færslu andlags í dæmum eins og (lb)
og hefúr sams konar tengsl við málbeitinguna og hún: í hvorugu tilvikinu gera mál-
kunnáttuffæðingar ráð fyrir því að þessar færslur fari bókstaflega ffarn á meðan talað
er fremur en tónffæðingar gera ráð fyrir því að píanóleikari færi tóna úr einum stað í
annan innan hljóms meðan hann er að spila. En það að vita hvar andlagið eða sögnin
mega vera og eiga að vera í ólíkum gerðum setninga er hluti af málkunnáttunni, rétt
eins og það er hluti af kunnáttu píanóleikarans að vita hvar einstakir tónar hjómanna
mega vera og eiga að vera. í báðum tilvikum má lýsa þessu með því að tala um færsl-
ur, að eitt sé leitt af öðru í einhverjum skilningi, en sú lýsing á við kunnáttuna (e.
competencé) en ekki beitingu hennar (e. performance).