Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 166
164
Guðrún Kvaran
ingar fylgja um hvem flokk. Niðurlagsorð leiðbeininganna em þessi:
„í nafni málfræðinnar, þekkingarinnar, þjóðarinnar, skora eg á yður,
landar góðir, karlar og konur, að leggja þessari hugsjón liðsinni yðar.
Það verður ef til vill haldbezta minningin, sem eg og þú getum eftir
skilið afkomendum okkar, þegar við yfirgefum þennan lítilsiglda
heim“ (Þórbergur Þórðarson 1922:59).
Ljóst er að Þórbergur hefur lagt mikla alúð við gerð leiðarvísisins
og að baki honum liggur mikil umhugsun um hvemig best skuli að
slíkri söfnun staðið. Hvergi em annars staðar til jafngóðar leiðbeining-
ar um söfnun úr mæltu máli.
Þórbergur leitaði meðmæla hjá ljómm fræðimönnum um áform sín
um orðasöfnun og em þau birt aftast í bæklingnum. Þessir menn vom
Jakob Jóhannesson Smári, sem var menntaður málfræðingur frá
Kaupmannahöfn, Jón Ofeigsson menntaskólakennari, Magnús Helga-
son guðfræðingur og Sigurður Nordal prófessor sem allir luku lofsorði
á áform Þórbergs. Bæklingnum lýkur á þessum orðum Sigurðar: „En
orðasöfnunin er andleg grasatínsla, og sá sem skerpir athygli sína á
henni, mun síðan kunna að beita henni við aðra andlega hluti. Hann
hefir náð í þráðarenda, sem hægt er að rekja sig eftir lengra og hærra
en hann í fyrstu kann að gruna“ (Þórbergur Þórðarson 1922:71).
12. og 19. júní 1922 ár skrifaði Þórbergur einnig greinar í Tímann
þar sem hann gerði grein fyrir söfnun sinni og þeim aðferðum sem
hann beitti. Hann lagði mikla áherslu á að komast í kynni við menn
víðs vegar að af landinu, sem bjuggu í Reykjavík, og safna hjá þeim
orðum og orðasamböndum.
3. Söfnunin
Þótt margir góðir heimildarmenn fyndust í Reykjavík nægðu þeir eng-
an veginn að mati Þórbergs. Hann taldi brýnt að safna kerfisbundið í
hverri sýslu og ferðast um allar sveitir að orðtaka „hinar ýmsu grein-
ar líkamlegs og andlegs lífs“ eins og hann orðaði það í Tímagreininni.
Hann minntist einnig á söfnun fyrirrennara sinna sem hefðu aðeins
skrifað niður það sem þeir heyrðu hjá fólki en ekki kynnt sér rækilega
einstök starfssvið eða aðferðir (Guðrún Kvaran 1988:57; 2000:211-