Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Side 167
Söfnun Þórbergs Þórðarsonar úr mœltu máli
165
212). Þórbergur fór því að hugsa fyrir kerfi sem hann gæti nýtt við
söfnunina og leita eftir sjálfboðaliðum. Hann gerði skrá yfír hreppa og
kaupstaði og sendi þeim mönnum bréf og Leiðarvísinn sem hann taldi
að hefðu áhuga á orðasöfnun. Bréfið er dagsett 1. febrúar 1922 og
varðveitt á Landsbókasafni-Háskólabókasafni með handritum og
skjölum Þórbergs. Skemmst er frá því að segja að tilmælunum var vel
tekið og margir lofuðu liðsinni. Þessum þætti söfnunarinnar hafa þeg-
ar verið gerð skil og vísast til þess hér (Guðrún Kvaran 1988:58).
En erfítt var að vinna að svo umfangsmiklu verkefni án fjár. Styrk-
urinn til Þórbergs, sem fór mest upp í 1500 krónur 1922, var felldur
niður í frumvarpi til fjárlaga 1923 og söfnunin lagðist niður.
4. Safnið
Hjá Orðabókinni eru varðveittir sex kassar frá Þórbergi. Því efni hef-
ur enn ekki verið komið í tölvutækt form og því erfitt að meta seðla-
fjöldann nákvæmlega. Giskað hefur verið á að í kössunum séu 7.500
til 8.000 seðlar að viðbættum tveimur litlum söfnum aftan við staf-
rófsröðina, öðru með gælunöfnum, hinu með dýraheitum. Ekki eru
allir seðlamir í kössunum sex frá sama tíma. Það má sjá af rithönd
Þórbergs. Stofninn er líklegast hreinskrift sú sem hann nefndi í Tím-
anum 12. júní 1922 en þar segist hann vera búinn að hreinrita 3.888
orð úr „mæltu alþýðumáli“.
A seðli fremst í fyrsta kassanum tekur Þórbergur fram að fyrstu tvö
söfnunarárin hafi hann ekki tilgreint heimildarmenn á seðlum en eftir
það hafi hann ávallt gert það ef honum hafí verið það unnt. Hann get-
ur síðan helstu heimildarmanna fyrstu tvö árin en þeir vom: Tryggvi
Jónsson, Guðmundur Hagalín, Jón Sigurðsson ffá Kaldaðamesi, Gísli
Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Hallbjöm Halldórsson, Ingimar
Jónsson, Helgi Hjörvar og Freysteinn Gunnarsson. í heimildaskránni
segir hann frekari deili á flestum þessara heimildarmanna. Tryggvi
Jónsson var pakkhúsmaður í Reykjavík, fæddur í Dýrafirði, Gísli
Jónsson var bóndi að Ytrihúsum í Dýrafirði, Kristín Guðmundsdóttir
var kona Hallbjamar Halldórssonar prentara, ættuð úr Rangárvalla-
sýslu og Ingimar Jónsson var guðfræðinemi, ættaður úr Ámessýslu.