Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 172
170
Guðrún Kvaran
‘afstyrmi, afhrak’. í Tm eru ellefa seðlar og flestir þeirra með heim-
ildum úr Ámessýslu. Orðið virðist þar notað jafnt um skepnu, sem
þrífst illa, og persónu sem nær ekki eðlilegum vexti. Dæmi vom einnig
úr Dalasýslu og af Mýmm og er merkingin hin sama.
Bjöm M. Ólsen virðist þekkja orðið aftót. í vasabók nr. II (bls.
77-78) skrifar hann: „ótót, ótótlegur, fyrir aftót? aftót: St. Ól. [þ.e.
Stefán Ólafsson] I, 133 líklega tvö orð líkrar merkingar. Sr. E. Briem
[þ.e. Eiríkur Briem] segir, að aftót sje haft um ehð lítilfjörlegt, vesald-
arlegt, en ekki í móralskri þýðingu (= ótót), en Stgr. Thorst. [þ.e.
Steingrímur Thorsteinsson] hefir heyrt það í alveg sömu þýðingu og
ótót, og svo er hjá St. Ól.“
Af seðli Þórbergs er ekki unnt að ráða hvort merkingin á bæði við
lifandi vemr og dauða hluti. Líklegast er að tengja aftót orðinu tót
‘gróf ull; ótæti; ótót’ sem virðist leitt af sögninni tœta (ÁBIM
1989:1054). Ótót er notað í merkingunni ‘gróf ull; stríðhært dýr’ og
lýsingarorðið ótótlegur er notað um þann sem er úfinn, ræksnislegur.
Þótt heimildin frá Þórbergi bæti ekki við upplýsingar um merkingu
sýnir hún þó að orðið var notað í Austur-Skaftafellssýslu snemma á
20. öld og er viðbót við það sem lesa má úr Bl.
agga „smábára. Suðumes. Austf. (Bjami Guðm.).“
ÍO (1983:14) og útgáfan frá 2002 hafa báðar merkinguna Títil
alda’ en í hinni síðari er einnig gefin merkingin ‘aggva’. B1 hefur
ekki merkinguna Títil alda’ í megintextanum en í viðbæti (1920-
1924:1008) er agga í merkingunni Títil alda, kvika’ merkt Grinda-
vík og Vestmannaeyjum og styðst Blöndal líklegast í fyrra dæminu
við vasabók Bjöms M. Ólsens nr. XIII (34). Vísað er til orðsins
aggva sem merkt er Langanesi og hefur B1 það dæmi úr vasabók nr.
I (33).
í Rm em flest dæmin um merkinguna ‘síld’ en Lúðvík Kristjáns-
son (1983:151) hefur dæmi um orðin agga og aggva um litla öldu en
getur ekki um hvort þau séu staðbundin. Em þetta einu dæmi Orða-
bókarinnar um þessa merkingu. í Tm er aðeins eitt dæmi um öggu og
var heimildarmaðurinn Bjami Sæmundsson fískifræðingur. Ekki
kemur fram hvort hann þekkti orðið úr eigin málumhverfí.