Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Side 179
Söfnun Þórbergs Þórðarsonar úr mæltu máli
177
og Vestfjörðum. Engin dæmi fundust í þessum bókum um dómáll,
dómoka eða dómulla. í Rm eru aðeins dæmi um dómoll og dómolla en
engin um hinar myndimar. Dæmið um dómoll er úr Rökkuróperu Þór-
bergs Þórðarsonar (1958). Þar segir: „Nú skyldi ekki hafa neitt dont og
dómoll“ (Þórbergur Þórðarson 1958:51). Seðlar Þórbergs em ekki
merktir hans málumhverfí og er því líklegra að orðasambandið dont og
dómoll sé honum tillært en dæmi um það hafði Þórbergur úr Rangár-
vallasýslu (sjá dont). Um dómolla em níu heimildir, allar fremur ung-
ar og engin eldri en frá miðri 20. öld. í vasabók Bjöms M. Ólsens nr.
II (án bls.) em báðar myndimar dómolla og dómollast en ekki er merkt
við þær hvaðan Bjöm hafði heimildina.
í Tm em aðeins þrjár heimildir um dómoll í merkingunni ‘slór,
hangs við verk’. Tvö þeirra em úr Ámessýslu en eitt úr Strandasýslu.
Sex heimildir em um sögnina dómolla ‘fara sér hægt, dunda’ og em
þau af vestanverðu Suðurlandi og af Vesturlandi. ÁBIM (1989:119)
hefur myndimar dómoll ‘slór, droll’, dómolla og dómulla ‘drolla,
slæpast’ og þá síðustu án efa ffá Þórbergi. Sögnin molla er notuð m.a.
í merkingunni ‘hangsa við störf, dunda’, mulla merkir m.a. ‘malla,
sjóða hægt’ og mullast er notuð um að ‘fara hægt’. Líklegast er að
tengja fyrri liðinn nafnorðinu dól ‘hangs, droll’ og sögninni að dóla
‘hangsa, slæpast, slóra’.
dont „hvk., dont og dómoll, dund, núll: bölvað dont og dómoll er i þér
núna. Rang.“
ÍO 1983 (140) hefur flettumar dont ‘dútl, dund’ og donta ‘dunda,
dútla, gaufa’. Ekki em þær merktar staðbundnar. Sama er að segja um
útgáfuna frá 2002 (220). B1 merkir dont Vestfjörðum og sögnina Vest-
fjörðum og Borgarfírði. Vestfírska heimildin er líklegast úr vasabók
Bjöms M. Ólsens nr. IV (81). Þórbergur virðist fyrst og fremst með
orðasambandið dont og dómoll í huga sem hann hafði heimild um úr
Rangárvallasýslu og notar síðar í einni bóka sinna (sjá dómáll). B1
nefnir það ekki og eina dæmið í Rm er úr Rökkuróperunni (Þórbergur
Þórðarson 1958:51).
I Rm em alls tíu heimildir um dont og er hin elsta þeirra frá síðasta
þriðjungi 17. aldar. Fimm heimildir em um sögnina að donta og er