Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 181
Söfnun Þórbergs Þórðarsonar úr mæltu máli 179
B1 (1920-1925:165) vísar úr emburt í bumbult. Þar er þó ekkert
minnst á emburt. í viðbæti aftan við megintextann (1920-1924:1017)
er myndin embrugt og vísað í emburt. Embrugt hefur B1 úr Rangár-
valla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Bjöm M. Ólsen merkir emburt Ár-
nessýslu í vasabók nr. XX (án bls.).
ÁBIM (1983:153) nefnir myndimar embrugt, ömbrugt og emburt
‘óglatt, bumbult’ en engin þeirra fmnst í Rm. í Tm er ein heimild um
embrugt úr Ámessýslu og önnur úr Mýrdal og ein vestfirsk er um
embult. Ásgeir telur lýsingarorðin skyld nafnorðinu embra ‘kveinstaf-
ir, barlómur’ og sögninni að embra ‘vola’. Hann nefnir einnig mynd-
imar embult, ömbult, umbult í merkingunni ‘bumbult’ og telur þær ef
til vill skyldar fomháþýsku amban, ambon ‘magi, ístra’. Af dæmi Þór-
bergs er ekki að sjá hvaðan hann hafði orðið.
guttur „smjörþefur: fá guttinn af e-u, fá smjörþefmn af e-u, kenna á
e-u. Suðursv. (Steinþ.).“ „guttur ólund: það er guttur í honum. Suð-
ursv. (Steinþ.) “
í ÍO (1983:320) er flettanguttur í merkingunni ‘urgur, ólund, fýla’.
Orðið er ekki merkt staðbundið. í B1 er það merkt Austur-Skaftafells-
sýslu og er sú heimild vafalaust frá Bimi M. Ólsen. í vasabók nr. XVII
(138) er orðið guttur ‘ólund’ merkt Austur-Skaftafellssýslu. í bók nr.
X (18) stendur: „guttur er í ehm“ en ekkert stendur frekar við flettuna
og heimildar er ekki getið.
I Rm em tólf heimildir sem virðast dreifast um landið. í öllum
dæmunum er talað um að guttur sé í e-m eða að guttur sé kominn í e-n
og styðja dæmi í Tm þá notkun. Engin heimild sýndi sambandið að fá
guttinn af e-u sem Þórbergur skráði efitir Steinþóri bróður sínum en
ætla má að Þórbergur hafi sjálfur þekkt þá notkun. í Tm em tvær heim-
ildir um merkinguna ‘ólund, fýla’ og em þær báðar af Vesturlandi.
ÁBIM (1983:290) tengir orðið sögninni að gjóta og að guttur hafi
e-t.v. merkt upphaflega ‘e-ð sem vellur fram, brýst um í skapinu’.
Pal „hvk?, það er alt í pali, það er alt í hættu, veði. Ám. (Jón Sig.).“
IO (1983:725) hefur flettuna pal ‘slæmt ástand, voði’ en merkir
hana ekki sem staðbundna. B1 gefur upp tvenns konar notkun. Annars